Pólitískur rétttrúnaður

Ég er hvumsa yfir þeim fréttum að þingið ætli að setja á fót stjórnlagaráð með þeim 25 einstaklingum sem fengu flest atkvæði í ólöglegri kosningu til stjórnlagaþings. Það hefur nákvæmlega engan rétt frekar en aðrir íbúar þessa lands að vera skipaðir í þessa nefnd.  Réttast væri, ef það á að fara þá leið að ríkið hreinlega auglýsi eftir fulltrúum og farið verði faglega yfir það og þeir sem hæfastir geta talist til að fjalla um stjórnarskránna verði ráðnir til starfans.

Það er sorlegt hjá núverandi stjórnvöldum að ætla sér að hunsa þannig dóm Hæstaréttar.  Sýnir hvað pólitískur rétttrúnaður getur verið hættulegur.  Vinstri ríkisstjórnin hefur haft það sem eitt af sínum meginmarkmiðum að setja þetta stjórnlagaþing á laggirnar.  Ekkert athugavert við það. En til þess að svo geti orðið ákveður Alþingi íslendinga, sem nota bene hefur það hlutverk að setja lög fyrir lýðinn að hunsa dóm æðsta dómstóls hér á landi. 

Er í lagi ef þú ert ósammála dóm að virða hann að vettugi?


mbl.is Ekki kosið til stjórnlagaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband