Er vinstri hægri og hægri vinstri?

Upphlaupið á Alþingi í gær var svolítið súrealískt. Hægri menn stóðu þá fyrir málþófi á þingi. Ég þekki nú nokkra hægri menn sem ég veit að hefðu ranghvolft augunum og hrist höfuðið ef þetta hefðu verið vinstri menn sem stóðu fyrir þessu. Þeir hafa svo sem gert það í gegnum tíðina og lengi vel var þetta „trix“ kennt við vinstri menn. Steingrímur Joð hefur svo sem staðið hinum megin við borðið og talað hægar og meira en síðustu ár.

En í gærkvöldi voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins í farabroddi, héldu langar ræður og mjög ítarlegar (sumar). Með því komst Sjálfstæðisflokkurinn í veg fyrir að þjóðaratkvæði yrðu haldið um ákveðin atriði í hugmyndum að tillögu að frumvarpi sem síðar yrði lagt hugsanlega fram á Alþingi. Þetta áttu að vera ráðgefandi álit þjóðarinnar út frá tillögum stjórnlagaráðs.

Það er tvennt sem ég hef að athuga við þetta. Í fyrsta lagi er þetta einn vitlausasti tími til að endurskoða stjórnarskránna okkar sem hægt var að finna. Meirihluti þjóðarinnar er í uppnámi eftir áföll síðustu ára.  Egó þjóðarinnar hrundi á einni nóttu, með einni setningu. Guð blessi Ísland.

Á þeim tíma er beinlínis stórhættulegt að ætla sér að móta stjórnarskrá sem á að vernda þegna landsins næstu hundrað árin eða svo. Á svoleiðis tímum fá öfgar að njóta sín.

Reyndar er ég að mörgu leyti hrifinn af tillögum stjórnlagaráðs. Kannski bara út af því að ég hef hrifist með síðustu misseri? Kannski er ég bara reiður út í allt og allt? Kannski langar mig bara í breytt samfélag sem boðið er upp á?

Og á hverju er byggt? Tillögu 25 vel meinandi fólks sem situr í skjóli tveggja stjórnmálaflokka sem ákváðu að hunsa æðsta dómstól landsins. Hæstiréttur hafði dæmt kosningu fólksins ógilda, á „tæknilegum atriðum sem engu máli skipta“ sagði fólk. Það er ástæða fyrir því að kosningalöggjöf er ströng. Þetta er grundvöllur lýðræðis. Kannski skipti þetta engu máli þegar upp var staðið en getur einhver fullyrt um það?

En þá kemur að hinu atriðinu atriðinu sem ég set stórt spurningamerki við. Það er ekki þannig að ég, sem Íslendingur fái að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs í heilds sinni. Nei.  En fæ ég að kjósa um tillögurnar allar, lið fyrir lið? Nei.  Ég fæ að kjósa um ákveðnar hugmyndir stjórnlagaráðs um ákveðin málefni. Já.  Og hver ákveður hvaða málefni skipta þjóðina máli í þjóðaratkvæðagreiðslunni og hver ekki?

Jú, það eru þingmenn vorir. Og miðað við umræðuna í gær virðist það bara vera stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar, þ.e. Samfylkingar, VG og Hreyfingarinnar. Hvað ætli það sé stór hluti þjóðarinnar sem styður þá stjórnmálaflokka í dag?

Þess vegna er ég hjartanlega sammála Sjálfstæðisflokknum í þessum málum. Þeir gerðu þjóðinni greiða með því að standa í vegi fyrir því að þetta mál færi í þjóðaratkvæði á sama tíma og við kjósum nýjan forseta.

Í þessu máli verðum við að flýta okkur hægt og nota skynsemina...

En kaldhæðnin er samt til staðar. Vinstri menn hneykslast á hægri mönnum fyrir að beita málþófi á þingi og hægri menn hlakka yfir árangrinum. 

Davíð er orðinn af Jóhönnu og Bjarni Ben er Steingrímur Joð gærdagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Eitthvað það stiðsta málþóf sem ég man eftir, málið var illa undirbúið og mjög lítið rætt á þinginu ,átti bara að keyra það í gegn með látum.

Ragnar Gunnlaugsson, 31.3.2012 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband