Léleg útsendingarskilyrði á Stöð 2 og Sýn í Eyjum

Rússíbanaferð er líklega ágætis mælikvarði á það að vera stuðningsmaður Liverpool þessa dagana. Fyrst var maður hundfúll eftir gríðarlega ósanngjarnt tap gegn Man.Utd. á laugardaginn og svo í skýjunum eftir að slá Evrópumeistara Barcelona úr Meistaradeild Evrópu í gær.  Brilljant leikur og hreint með ólíkindum að Liverpool skyldi ekki ná að skora í leiknum.  

Eftir að Eiður Smári skoraði fór um mann og ég sá fyrir mér aðra eins dramatík og var á laugardaginn. Sem betur fer tókst þeim ekki að bæta öðru við og Liverpool tókst hið ómögulega. Að leggja Barcelona. Ég sagði þegar dregið var í 16. liða úrslit að það lægi í loftinu að þessi tvö lið myndu dragast saman. Meistarar síðustu tveggja ára og allt það. Nú ætla ég að leyfa mér að veðja á að Liverpool dragist á móti Valencia.  Fyrirsagnirnar: "Benitez mætir gömlu lærisveinunum"  "Morientes snýr aftur á Anfield" Segi bara svona...

Keypti Sýn í gær í tilefni leiksins. Var ekki hægt að missa af honum en er hundfúll með gæðin á útsendingu þeirra hér í Eyjum.  Ég hef verið með Stöð 2 síðan í desember og myndin er alltaf að frjósa. Hef látið umboðsmann 365 í Eyjum vita af þessu og segir hann bilunina í Reykjavík.  Algjörlega ómögulegt og ég sagði það við sölumanninn í gær. Hann hafði svör á reiðum höndum, ég þyrfti einfaldlega að fá deyfir til þess að "signalið" væri ekki 100% heldur 80-90%. 

Ég fékk mér svoleiðis og helv... myndin hélt áfram að frjósa og það alltaf á verstu tímum í leiknum. Þetta varð hreinlega verra en það sem fyrir var.  Talaði aftur við tæknimann þeirra hér í Eyjum sem tjáði mér að menn vissu af þessari bilun og væru að vinna í þessu. Þetta með deyfirinn væri einhver lausn þeirra í markaðsdeildinni sem tæknimenn fussuðu við.  

Hef borgað rúmlega 5000 krónur síðan í desember fyrir Stöð 2 og nú tæplega 8 þúsund fyrir Stöð 2 og Sýn. Er nokkuð til of mikils mælst að myndin sé í lagi fyrir slíkan pening?  Eins finnst mér ótrúlegt virðingarleysi við viðskiptavini sína hér í Eyjum að láta ekki vita hvað er í gangi. Segjast vera að vinna í þessu og svo framvegis.  Nei, borgið bara og sættið ykkur við þetta virðist vera viðhorfið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já..alltaf að frjósa þessi blessaða Stöð 2 eftir að hún varð Digital vædd. Er búsett á Akureyri og er hreint búin að fá nóg og tala nú ekki um þegar skjárinn verður svartur og setningin LOKUÐ RÁS kemur upp! Óþolandi að borga fleiri þúsund fyrir þetta. Liverpool eru auðvitað bestir ekki spurning!!

Ása (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 09:05

2 Smámynd: Grétar Ómarsson

Færðu árkriftina yfir á  TVoDSL afruglarann þinn, þá færðu stöð-2+1 og ST-2bío ásam sýn sýn2 og sýn extra.  Síminn er flottastur 

Grétar Ómarsson, 12.3.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband