Gargandi snilld

http://www.youtube.com/watch?v=B7hhMbfjfKE

Segið svo að menn lifi sig ekki inn í leikinn Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ekki fór það nú eins og þú talaðir um hér um daginn, að Sjálfstæðisflokkurinn væri sá eini sem færi í einhverja endurnýjun. Held að menn hefðu átt að tala minna um Jón Baldvin og einbeita sér að því að koma einhverjum öðrum í þessum 7 efstu sæti í Reykjavík en sitjandi þingmönnum - ef það var þá vilji fyrir því...

Smári Jökull Jónsson, 16.3.2009 kl. 22:49

2 Smámynd: Sigursveinn

Smári, þú ert alveg rosalegur.  Þú ert svo mikill Samfylkingarmaður að það er ekkert sem þú sérð gott við aðra flokka, nema þá samstarfsflokk Samfylkingarinnar hverju sinni!   Þetta er ekki eins og að halda með fótboltaliði!!  Hvað með Suðurkjördæmið, þar er 50% endurnýjun hjá Sjálfstæðisflokknum.  Og hvar er endurnýjunin hjá Samfylkingunni? Ekki er hún í Reykjavík, í Suðurkjördæmi hampið þið meirra að segja sitjandi bankamálaráðherra þegar kreppan skall á. Krafan um endurnýjun var hávær en fyrir mína parta hafa flokkarnir ekkert hlustað.  Sérstaklega ekki Samfylkingin og VG sem virðast hvorug taka kröfuna um endurnýjun til sín.

Sigursveinn , 17.3.2009 kl. 08:13

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ég veit það ósköp vel Svenni minn að þetta er ekki eins og að halda með okkar ástkæra Liverpool liði, sem við munum auðvitað styðja sama hvað gengur á. Ég er nú síður en svo manna verstur í þessum málum, og svona til huggunar þá veit ég það auðvitað ósköp vel að t.d. í Sjálfstæðisflokknum er margt gott fólk og ýmislegt margt gott verið brallað - þó svo að það hafi ekki endilega verið á síðustu misserum !

Ástæðan fyrir því að ég tók endurnýjun í Reykjavík sérstaklega sem dæmi er sú, að þú varst að tala um endurnýjun og Jón Baldvin (sem bauð sig fram í Reykjavík) og einnig talaðir þú um að Sjálfstæðisflokkurinn væri sá eini sem virtist stefna á endurnýjun sem var auðvitað alrangt og sýndi sig best í höfuðborginni. Þú segir svo í kommentinu að endurnýjunin hjá Samfylkingunni sé ekki í Reykjavík, þó svo að 3 þingmenn komi þar nýir inn, þar sem flokkurinn hafði 8 áður. Finnst það ágæt endurnýjun og þess ber að geta að allir þessir þrír eru í "öruggum" þingsætum. Ekki sama sagan hjá Sjálfstæðisflokknum í höfuðborginni.

Ef við skoðum aðeins nánar endurnýjun hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki yfir landið þá kemur ýmislegt merkilegt í ljós. Ef við skoðum þingmannasæti sem flokkarnir hafa núna og gerum ráð fyrir að þeir fái sömu sæti (sem verður nú líklega ekki) þá kemur í ljós að nýir þingmenn hjá Sjálfstæðisflokki eru 9 af 25 (36%) en hjá Samfylkingunni eru nýir þingmenn 7 af 18 (39%). Ekki mikill munur þar.

Fullyrðing þín um að Samfylking taki ekki kröfuna um endurnýjun til sín á því alls ekki við, en það er náttúrulega ekki alveg rétt hjá mér heldur að endurnýjunin sé engin hjá Sjálfstæðisflokki þó svo að í höfuðborginni sé hún lítil. Í Suðurkjördæmi koma til dæmis tvær nýjar konur inn í núverandi þingmannasæti og það er auðvitað dæmi um góða endurnýjun eins og þú minnist á. Eins má Tryggvi vel við una í NA-kjördæmi og í NV-kjördæmi koma líklega tveir nýir inn, af þremur þingmönnum - Einar K heldur líklega velli.

Þar sem líklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn missi einhverja þingmenn og Samfylking bæti við er líklegt að endurnýjun hjá Sjálfstæðisflokki verði minni en þær tölur sem ég nefndi, því nýir þingmenn eru oftar en eki í baráttusætunum (eða í neðsta sæti miðað við síðustu þingmannatölu - sbr. Rósu Guðbjarts sem er í 6.sæti í SV-kjördæmi). Að sama skapi eru nýir þingmenn í baráttusætum hjá Samfylkingu og því ekki ólíklegt að hlutfallið þar muni hækka. Endilega leiðréttu þessar tölur ef ég er eitthvað reikna þetta vitlaust - fékk þetta út eftir grófa athugun.

Hvað varðar Suðurkjördæmi skal ég fúslega viðurkenna að ég vildi ekki Björgvin í leiðtogasætið, eða á listann yfirhöfuð. Ég hefði þar viljað annan aðila og þar er kallinu um endurnýjun ekki svarað. Að öðru leyti held ég að flokkurinn geti vel við unað hvað varðar endurnýjun í sínum röðum.

Að lokum þá er ég sammála þér með VG-menn, þar er endurnýjunin auðvitað mjög lítil og virðast allir sitjandi þingmenn fá uppklappið, nema þá helst Kolbrún Halldórsdóttir (sem ég held reyndar að flestir séu fegnir að losna við).

Bestu kveðjur

Smári Jökull Jónsson, 17.3.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband