Hvað er satt og hvað er rétt?

Árni Johnsen skrifar tvær greinar í Morgunblaðinu í vikunni um möguleika á jarðgöngum til Eyja. Miðað við þær upplýsingar sem þar koma fram hefur hljóðið í yfirmönnum Vegagerðarinnar breyst nokkuð. Fallið hefur verið frá hugmyndum um dýrustu borun sem völ er á (og 70 - 100 milljarða króna kostnað) og fallist á rök erlendra sérfræðinga. Kostnaðartölur því undir 30 milljörðum sem var sú tala sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hafði reiknað út að væri innan marka þess sem kalla má þjóðhagslega hagkvæmt. 

Í Morgunblaðinu í dag er aftur á móti leiðrétting frá yfirmönnum Vegagerðarinnar þar sem þeir vísa á bug fullyrðingum Árna Johnsen í blaðagreinunum. 

Ægisdyr er áhugafélag um jarðgangagerð til Vestmannaeyja. Allan þann tíma sem þetta mál hefur verið í umræðunni hefur starf þeirra einkennst af fagmennsku. Þar hafa sérfræðingar í jarðgangagerð verið kallaðir til og áætlanir byggjast upp á viðurkenndum aðferðum. Það voru Ægisdyr sem fengu Hagfræðistofnun til þess að reikna út hvað göngin máttu kosta til að þau yrðu þjóðhagslega hagkvæm. Útgerðarmenn í Eyjum vilja klára rannsóknir og hafa lofað 20 milljónum í það ef ríkið kemur með fjármagn á móti. Reyndar í síðustu Fréttum dró Magnús Kristinsson tilboð þetta til baka þar sem Bakkafjara var á samgönguáætlun en ekki hugsanleg jarðgöng. Hef samt trú á því að þeir myndu leggja peninginn fram ef það kæmi yfirlýsing frá forsætisráðherra um að göng kæmu til greina ef rannsóknir sýndu fram á slíkan möguleika. 

Í minni vinnu sem blaðamaður á Fréttum sagði ég oft fréttir af þessum málum öllu saman. Auðvitað hafa verið fantatískir fylgismenn jarðganga sem og fantatískir andstæðingar hér í Eyjum. En sá sem hefur að mínu mati gengið lengst í ófaglegheitum er samgönguráðherrann okkar, Sturla Böðvarsson sem hefur alla tíð útilokað möguleikann á jarðgöngum. Til þess að kóróna þetta hefur hann vísvitandi unnið gegn Ægisdyrum.

Til að mynda hafði skýrsla Hagfræðistofnunar verið tilbúinn í nokkurn tíma áður en hún var birt. Ástæðan var sú að samgönguráðuneytið var að láta vinna skýrslu fyrir sig líka og bað um að þær yrðu birtar saman. Ægisdyr sögðu það í lagi og biðu. En loks gáfust þeir upp, höfðu samband upp í ráðuneyti og tilkynntu að skýrslan yrði birt daginn eftir en þá hafði verið boðað til blaðamannafundar. Viti menn, síðar þennan sama dag birtist í fréttunum skýrsla ráðuneytisins um 70-100 milljarða króna kostnað og ráðherrann í viðtal í kjölfarið þar sem hann sagði slíkan kostnað allt of mikinn. 

Sturla skipaði starfshóp til þess að fara yfir framtíðarsamgöngur Vestmannaeyja. Þar átti að skoða þrjá þætti, jarðgöng, Bakkafjöru eða nýtt skip til Þorlákshafnar. Þegar nefndin hafði verið skipuð og þeir rétt sestir að rökstólum birtist Sturla í sjónvarpsfréttum og sagði stefnt að Bakkafjöru, jarðgöng kæmu ekki til greina.  Til hvers að skipa starfshópinn?  

Það er fráleitt að halda því fram að í Vestmannaeyjum sé einhver sátt um Bakkafjöru. Þvert á móti skilst mér að mjög margir og þá aðallega sjómenn séu alfarið á móti slíkum hugmyndum. Ég reyndar treysti vísindamönnum í þessum efnum, þetta er hægt en spurning um hversu marga daga verður ófært þarna upp eftir?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Svenni,verðum við ekki bara að vona að nyr samgönguráðherra taki við í vor.kanski er það eina leiðin varðandi göng.varðandi Bakkafjöru þá var ófært í gær og tvo daga í síðustu viku.Ekki hefði ég viljað fara með 120 manna ferju til Þorlákshafnar í þessu veðri.Nytt stærra hraðgengara skip strax ekki spurning.kv.Gea.ps,við vorum 7 í boltanum í gær, frekar leiðinleg tala.

Georg Eiður Arnarson, 16.2.2007 kl. 09:28

2 Smámynd: Sigursveinn

Sæll Goggi. Ég held að lykilatriði í því að samgöngumál okkar Eyjamanna þróist í rétta átt þurfi að skipta út ráðherranum. Ég veit að þú ert einn fjölmargra sjómanna sem ert alfarið á móti Bakkafjöru og ágætt að halda því til haga hversu oft er ófært. Veistu hversu oft hefði verið ófært það sem af er þessu ári?  Vísindamenn eru á því að þetta sé hægt (Bakkafjara), alla vega hef ég ekki heyrt neinn vísindamann lýsa öðru yfir en aftur á móti virðast sjómenn vera á öndverðum meiði....þannig að spurning er hverjum maður á að treysta í þessu?  Siglingastofnun hefur hannað fjölmargar hafnir og þessir aðilar sem að þessu vinna.  Verðum við ekki að treysta fagmönnunum?  

Sigursveinn , 16.2.2007 kl. 13:51

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Svenni. Mér sýnist að miðað við fjögurra metra ölduhæð, reyndar er þessi vetur búinn að vera sérlega harður, þá hafi verið ca. ófært eina viku per mánuð í vetur. Hinsvegar, miðað við þriggja metra ölduhæð, þá erum við að tala um 13-16 daga í mánuði. Svo ekki má skeika miklu í útreikningum sérfræðinga. Varðandi vísindamenn og fagmenn, þá má kannski benda á viðtal í haust við nýjan skipstjóra á Herjólfi, sem segir, ef ég man rétt, að breytingar á Þorlákshafnarhöfn, hafi gert innsiglinguna mun verri, en hún var. Við munum seint eða aldrei, geta reiknað út náttúruöflin, eins og dæmin sanna um allan heim. Ég vil hins vegar taka það fram, að ég er ekki alfarið á móti Bakkafjöruhöfn. Hins vegar tel ég að 120 manna ferju færa samgöngumál okkar 50 ár aftur í tímann. Nýtt, stærra, hraðgengara skip strax, sem hugsanlega getur nýst okkur í Bakkafjöruhöfn, ef við fáum ekki göng. kv. Gea

Georg Eiður Arnarson, 16.2.2007 kl. 17:11

4 identicon

Það er frekar skondið að velta fyrir sér stöðu íhaldsins í dag gagnvart Eyjamönnum, og Sunnlendingum, Við Eyjamenn viljum bættar samgöngur, það er ljóst, en við erum ekki sammála hvernig það skal gert, Ég get ekki betur séð en að Eyjamenn skipti sér í 3 fylkingar sem eru stuðningsmenn nýs og hraðskreiðari Herjólfs, stuðningsmenn Bakkafjöru og stuðningsmenn Ægisdyra sem styðja gerð jarðganga milli lands og Eyja.

 Á meðan Eyjamenn berjast innbyrðis, brosir Sturla Böðvarsson út í annað og hugsar örugglega að honum hafi tekist áætlunarverkið sem er að gera allt vitlaust, með því að samþykkja Bakkafjöruhöfn.

Hvað er hagkvæmt og hvað ekki?  Göng milli lands og Eyja, Ég er á þeirri skoðun að við eigum að reikna dæmið til 100 ára en ekki 30-50 ára, við tökum lán í dag sem við greiðum niður á 40 árum af fasteignum sem við festum kaup á og teldi ég eðlilegt þegar um framkvæmd upp á milljarða er að ræða má setja dæmið upp til lengri tíma en þegar venjuleg kaup á fasteign er að ræða.

Hvað kostar Bakkafjöruhöfn með nýju skipi og öllu því viðhaldi sem höfnin og nýja skipinu fylgir? fyrir utan að á næstu 30 árum mun þurfa að skipta út skipakostinum allavega 2svar sinnum eða oftar, og gera lagfæringar og breytingar á Bakkafjöruhöfninni. 

Þegar allt kemur saman er ég nokkuð sannfærður um að jarðgöng sé hagkvæmasti kosturinn ef litið er til næstu 50-100 ára.

Ég er með tillögu til Sturlu! setjum vegatolla á alla helstu vegi landsins, þá á ég við mest notuðu og dýrustu vegi landsins, eins og Reykjanesbrautina, Suðurlandsveginn, og fleiri vegi, svona svipaða tolla og settir eru á veginn milli Lands og Eyja í dag, höfum sömu vegatolla þar og rukkað er víða  á vegum í Evrópu, setjum vegatálma út um allt land, eins og gert er þegar við förum í gegnum Hvalfjarðargöngin, með þessu ættum við að eiga fjármagn til að bora landið í tætlur, búa til göng um allt og tvöfalda alla þá vegi sem nauðsynlega þurfa á tvöföldun að halda.

Talandi um Sjálfstæðisflokkinn hér á Suðurlandi.

Ég er nokkuð viss um að íhaldið eigi eftir að fara illa út úr næstu kosningum vegna óánægju vissra afla innan flokksins með Árna Johnsen og held ég að sú óánægja komi frá suðurnesjum, Árni Matt virðist ekki vera að ná sér í fylgi meðal suðurnesjamanna og held ég að fólk sé að átta sig á því hversu öflugur(NOT) hann var sem Sjávarúrvegsráðherra fyrir sitt nýja (gamla) umdæmi, svo ekki sé talað um  hin Bæjarfélögin.

Sturla Böðvarsson heldur að X ið okkar Eyjamanna í næstu kosningum verði blátt, fyrir það að búið er að samþykkja framkvæmdina á Bakkafjöru en þar er hann að klikka hrikalega.

Könnum möguleika á jarðgöngum fyrst, ef það gengur ekki má athuga aðra möguleika.  

 Svenni, hvar á að setja X-ið ?

Grétar (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 16:38

5 Smámynd: Grétar Ómarsson

Þetta er mikið betra en að koma inn óskráður (Grétar)  Svo er það póker í kvöld, Ég væri mjög þakklátur ef þú kæmir með CA. 2 þús kr meira en vanalega í kvöld, því ég er búinn með alla fúlguna sem ég vann síðast, þú mættir skila þessu til hinna pókerpésanna fyrir kvöldið í kvöld. 

 Kveðja Grétar blöffer.

Grétar Ómarsson, 22.2.2007 kl. 17:02

6 Smámynd: Sigursveinn

Blessaður blöffer (je right)

Fyrir það fyrsta vill ég segja að ég er fylgjandi því að kláraðar séu rannsóknir vegna jarðgangna. Ég hef bæði heyrt tæknimenntaða menn segja að það sé alveg fáránlegt að bora hér á milli og aðra sem segja fáránlegt að segja það fáránlegt...

Auðvitað eiga menn að skoða vegatolla á Íslandi. Það segir sig sjálft ef það á að bregðast við stækkandi bílaflota og auknum flutningum á vegum landsins þá þarf meira fjármagn og eðlilegt að bílaeigendur borgi það (eða hvað??)

 Ég er ekki sammála þér að Sjálfstæðisflokkurinn fari illa út úr kosningunum, held að þeir fái fjóra þingmenn. Það er bara það fylgi sem flokkurinn virðist hafa í kjördæminu. Hins vegar eiga Eyjamenn að þrýsa á skýr svör frá ríkisvaldinu nú á næstu vikum, á að standa við það að fara í Bakkafjöru án frekari rannsókna?  Já eða nei spurning, ekkert flókið og við eigum að krefjast svars.  Ef svarið er já, þá er ljóst að Eyjamenn hafa ekkert með það að gera að setja x við D í maí, hvort sem um er að ræða Elliða Vignis eða Grétar Ómars...

Sigursveinn , 22.2.2007 kl. 18:40

7 Smámynd: Grétar Ómarsson

Ég get lofað þér því Sigursveinn Þórðar að svarið kemur ekki fyrir kosningar, ef það kemur fyrir kosningar þá verður allt dregið til baka fljótlega eftir kosningar, og þá á þeim forsendum að rannsóknir sýni allt svartara en áætlað var þegar jákvæðu svörin komu.

Þetta kallast pólitík, hagræðing á skoðunum og orðum þegar við á. 

Hvað varðar rannsóknir á jarðgöngum segi ég að ríkið á að taka þann pólinn að fara í þær rannsóknir áður en byrjað er á framkvæmdum á Bakkafjöru.

Ég er á því að ef hægt er að bora jarðgöng á milli lands og Eyja er það ódýrasti kosturinn ef litið er til næstu 100 ára en dýrasti kosturinn ef litið er til næstu 20 ára, er kanski bara ætlast til þess að allir fari héðan á næstu 50 árum, gæti verið.

Bakkafjara er ekki patent lausn og það ættu allir Íslendingar að vita.

Ef eitthvað vit væri í Samgönguráðherra myndi hann skoða gangnamöguleikann til að koma í veg fyrir að þurfa að hlusta á væl og röfl frá Eyjamönnum um ókomna tíð.

OK segjum að það kosti 5-6 milljarða að ganga frá bakkafjöru, með viðhaldi næstu 20 árin, síðan endurnýjum við Herjólf reglulega, nýtt skip á 10-15 ára fresti sem kostar ca  3-4 milljarða hvert skip, viðhald á skipunum er töluverður, það kostar eitthvað, næstu 20 ár kosta ríkið 12-15 milljarða, og enn röfla Eyjamenn um göng árið 2027. 

í stað þess að hafa grafið nánast viðhaldslaus göng árið 2007 sem kostaði ríkið nokkra milljarða þá, þarf ríkið að fara í framkvæmd árið 2027 sem hefði verið búið að borga sig upp að stórum hluta ef hægt hefði verið að framkvæma 2007.

Ég segi, við erum að henda peningum út um gluggann með því að klára ekki rannsóknir á jarðgöngum, að fara í stórframkvæmdir í Bakkafjöru er heimska,  byrjum á rannsóknum á einu patent lausninni fyrir Eyjamenn. 

Bakkafjara er bara lausn í nokkur ár áður en Eyjamenn heimta jarðgöng á ný, hvort sem það verður eftir 5, 10 eða 20 ár. 

Grétar Ómarsson, 23.2.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband