Fylgi skipt út

Ég hef afskaplega gaman af skoðanakönnunum og rýni oft óþarflega mikið í niðurstöður þeirra. Nýjasta útspil Morgunblaðsins og RÚV um vikulegar kannanir Capacent fyrir sig fram að kosningum eru því spennandi fréttir fyrir fréttafíkil eins og mig. 

Það sem vekur mesta athygli í fyrstu könnuninni að mínu mati er að Frjálslyndir hafa nánast skipt út sínu fylgi.  Aðeins 33% þeirra sem kusu flokkinn síðast ætla að kjósa hann aftur. Mesta tryggðin er aftur á móti við VG, 85,6%. Ég velti fyrir mér hvort brotthvarf Margrétar Sverrisdóttur og stuðningsmanna sé dýrkeyptara en forystan áætlaði?  Nú er fylgið 7%. Þau fá flesta nýja frá Framsókn en taka lítið fylgi frá öllum flokkum.  Flestir sem ætla að kjósa Frjálslynda nú gera það vegna stefnu þeirra í innflytjendamálum. Ef ég ætti að veðja á það núna myndi ég segja að Frjálslyndir endi á þessu bili, 7-9% en gætu farið hærra ef þeir ná að gera innflytjendamál að kosningamáli líkt og þeir gerðu fyrir fjórum árum með sjávarútvegsmál...

Það er líka athyglisverð íhaldssemi kjósenda Sjálfstæðisflokksins, tæplega 84% ætla að halda tryggð við flokkinn milli kosninga. Eins hlýtur að vekja mikla athygli að 18% fylgismanna samherjanna í ríkisstjórn, Framsóknarflokksins hafa stokkið yfir til íhaldsins.

Samfylkingin er í vanda, VG mælist stærri í fyrsta skipti í fimm ár og langt í það að menn geti talað um turnanna tvo, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.  Eins og einhver sagði þá voru turnarnir tveir þegar Davíð og Ingibjörg áttust við en eftir að hann hvarf af vettvangi stjónmálanna hefur hún verið í tilvistarkreppu.  Nú er frekar talað um parhúsið Samfylkinguna og VG...

 En Samfylkingin hefur fengið flesta nýja stuðningsmenn frá Frjálslynda flokknum og það er athyglisvert að tæplega 50% þeirra sem síðast kusu Frjálslynda hafa hallað sér til vinstri í pólitíkinni. Frjálslyndir voru í upphafi klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum en hlutfallslega skilar lítið fylgi sér nú til baka...

Íhaldssemin er mest til hægri og vinstri og mikil hreyfing á miðjufylginu. Þannig halda 85,6% tryggð við VG milli kosninga sem fær einnig 26% þeirra sem kusu Samfylkinguna síðast, 29,6% þeirra sem kusu Frjálslynda, 13,4% þeirra sem kusu Framsókn en aðeins 5,4% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn.

Ætli þetta verði líka niðurstaðan í næstu viku, eftir netlögguna og ótrúlega framkomu Steingríms Joð á þingi í gær þar sem hann hunsaði fyrirspurnir um breytta stefnu flokksins í þeirra aðalmáli, umhverfismálum.  Fyrsta skipti sem maður sér Steingrím Joð orðlausan á Alþingi, athyglisvert... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Ómarsson

Ég er 100% ekki að nenna að spá í þessar tölur sem þú ert vitna í.

Annars er þetta örugglega rosa spennandi fyrir einhverja, þetta á ekki beint við mig að velta svona gallup rugli fyrir mér.  Fyrirgefðu mér félagi en mér gæti ekki verið meira sama. 

Grétar Ómarsson, 2.3.2007 kl. 14:44

2 Smámynd: Sigursveinn

Misjöfn eru áhugamálin. Þetta er einhver veiki hjá manni að fylgjast með tölum, ég hef til dæmis afskaplega gaman þegar taldir eru saman titlar í enska boltanum. Hverjir eru þar á toppnum?  Auðvitað Liverpool ...

Sigursveinn , 2.3.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband