Kominn tími á næstu skref

Það er orðið of seint að kjósa um Bakkafjöru. Það er staðreynd að það er búið að taka ákvörðun. Auðvitað eru ekki allir sáttir við þá ákvörðun, eins og gengur og gerist en við kjósum okkar fulltrúa á þing sem eiga beinlínis að taka slíkar ákvarðanir.  Bakkafjara er framkvæmd sem er kominn í ákveðinn farveg.

Og hvað gerum við þá?

Ég hef svo sem bent á það áður að nú eigum við að fara að berjast fyrir hvernig þessu verður háttað. Hvernig skipið á að vera, hvernig rekstrarfyrirkomulagið verður, hvað þurfum við margar ferðir og hver á að reka Bakkafjöru og síðast en alls ekki síst, hvenær á skipið að hefja siglingar.

Það þýðir ekkert að berja hausnum við steininn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

".....en við kjósum okkar fulltrúa á þing sem eiga beinlínis að taka slíkar ákvarðanir". 

Sæll

Ég minnist þess nú ekki að Alþingi hafi rætt þetta Bakkafjörumál sérstaklega, eða að þingmenn hafi greitt atvæði um það. Slíkt hefur þá farið hljóðlega í gegn og án þess að menn tækju eftir því.

Bakkafjara er mjög vafasöm framkvæmd - já, beinlínis tröllheimskuleg að mínu mati og ég hefði aldrei stutt hana. Nær hefði verið að smíða nýja, hraðskreiða og öfluga ferju milli Eyja og Þorlákshafnar.

Bestu kveðjur,

Magnús Þór Hafsteinsson, 22.10.2007 kl. 09:11

2 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

...og það ætti ekki að vera of seint að kjósa um málið. Slíkt ætti að vera eðlilegasti hlutur í heimi. Ef þeir sem hafa undirbúið þetta og eru svona klárir þá hljóta þeir að hafa gert þetta svo vel að þeir hafa ekkert að fela og geta lagt störf sín í dóm fólksins sem á að borga brúsann og nota samgöngurnar.

Í siðmenntuðum löndum er þetta kallað íbúalýðræði og heyrir þar til dyggða. Hér á landi þykir sumum stjórnmálamönnum þetta myllusteinn um háls sér og fussa og sveia ef á það er minnst. Þeir ættu að muna að stjórnmálamenn eru ekki alvitrir og hafa ekki þegið umboð sitt frá Guði almáttugum heldur almennum kjósendum sem einnig eru eigendur þess skattfjár sem sumir vilja nú meðal annars henda í sandfjöru eina á Suðurlandi.

Magnús Þór Hafsteinsson, 22.10.2007 kl. 09:19

3 Smámynd: Sigursveinn

Sæll Magnús. Gaman að sjá að þú ert enn að fylgjast með okkur sunnlendingum. Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um Bakkafjöru. Í ríkisstjórninni sitja þingmenn. Í þingflokkum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er mikill meirihluti núverandi þingmanna.  Ekkert hefur komið fram sem bendir til óeiningar innan þessa hóps varðandi málið. Þetta eru þeir þingmenn sem meirihluti landsmanna kaus og eru því réttkjörnir til þess að taka ákvarðanir fyrir okkur smælingjanna...

Það sem ég er að segja Magnús að nú eigum við að hætta að rífast um hvort þetta verður að veruleika eða ekki.  Ákvörðunin hefur verið tekin, ákvörðun sem menn verða að standa og falla með.  Ég tel mikilvægast í dag að einblína á hvernig staðið verður að þessu.  Við verðum að vera með okkar á hreinu í þeim efnum.  

Sigursveinn , 22.10.2007 kl. 11:16

4 Smámynd: Sigursveinn

Skondið að tala um trú í þessu máli. Ég hef aldrei sagt að ég sé eitthvað svakalega trúaður á þetta mál. Hins vegar treysti ég mönnum sem VITA BETUR. Hafa menntun og reynslu af hafnargerð. Þetta eru þeir menn sem við höfum í vinnu við þetta Hanna Birna. Eina fólkið sem hægt er að tala um að sé "heittrúað" í þessum efnum eru þeir sem barist hafa hvað harðast fyrir nýjum hraðskreiðum Herjólfi í Þorlákshöfn. Á þau duga engin rök...

Sigursveinn , 22.10.2007 kl. 21:48

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Svenni, ég var svona alveg að því kominn að fara að færa rök fyrir mínum skoðunum í þessu , en las fyrst yfir það sem þú hefur skrifað um þetta mál og ætla bara að sleppa þessu . Vonandi verður þessi Bakkafjara til góðs fyrir okkur öll, en ég hef því miður ekki sömu blindu trú á þessum sérfræðingum og þú. Það sem er kannski merkilegast við þín sýðustu skrif er að þú eins og bæjarstjórinn virðast ekki hafa kjark til að fara í kosningu um Bakkafjöru. Að hafa ekki þá trú á eyjamönnum að við getum sjálf tekið ákvörðun um hvað okkur er fyrir bestu er bara dapurt og lýsir mikilli vantrú á bæði lýðræðinu og eyjamönnum. 

Georg Eiður Arnarson, 22.10.2007 kl. 23:53

6 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Magnús Þór er ekki rétt að taka Bakkafjörumálið upp á alþingi? Sigursveinn og Georg það er ekki nema von að stjórnmálamenn vilji láta kjósa um Bakka þeir vita sem er að við munum fella Bakkafjöru.

Helgi Þór Gunnarsson, 23.10.2007 kl. 00:41

7 Smámynd: Sigursveinn

Þetta þykir mér nú koma úr hörðustu átt Goggi. Engann hef ég talað við eða lesið eftir sem hefur eins blinda trú á að þetta gangi ekki upp og þú. Það er alveg sama hvað kemur frá sérfræðingum, þú veist alltaf betur Goggi minn. 

Það hlýtur að vera gott ... 

Sigursveinn , 23.10.2007 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband