Af umburðarlyndi okkar Eyjamanna

Ef lýsa ætti Eyjamönnum í dag yrði lýsingin eitthvað á þessa leið: Með eindæmum skapgott fólk og seinþreytt til vandræða. Þá sjaldan sem það fýkur í Eyjamenn, rennur þeim fljótt reiðin og allt dettur í sama farið.

Í fyrramálið siglir Herjólfur til Þorlákshafnar eftir sinni áætlun en engin ferð er til baka. Skipið siglir til Hafnarfjarðar og fer þar upp í slipp. Það þarf að gera við aðra aðalskrúfuna. Á föstudaginn bilaði hliðarskrúfan. Ég var um borð í þeirri ferð. Fimm klukkustunda ferð, reyndar í fínu sjóveðri. En hvað segir þetta okkur?

Skipið er komið á tíma og er hætt að uppfylla kröfur okkar.

Herjólfur á að koma aftur til siglinga á föstudaginn. Reyndar vita menn að það þarf lítið út af að bregða til þess að sú áætlun standist ekki. Og hvað gerist á meðan?

Ekkert.

Það er ekki gert ráð fyrir að neitt skip komi í staðinn. Eyjamenn verða að treysta á flug fyrir ferðir hér á milli og til að fá nauðsynjarvörur. Í desember...

Hvað er í gangi? 

Við höfum sjaldan haft eins góðan aðgang að ríkisvaldinu og nú, alla vega ættum við að hafa góðan aðgang. Tveir stjórnarþingmenn eru frá Vestmannaeyjum og varaþingmaður Samfylkingarinnar er aðstoðarmaður samgönguráðherra. 

Ekki eitt orð frá þessum mönnum. Hvers vegna?

Það á að vera skýlaus krafa frá okkur að nýtt skip komi strax til siglinga í Þorlákshöfn á meðan beðið er eftir að Bakkafjara verði tilbúinn. Núverandi skip er bæði of lítið og orðið gamalt.

Sjö bæjarfulltrúar í Eyjum, fjórir Sjálfstæðismenn og þrír Samfylkingarmenn. Ríkisstjórnin samanstendur af Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni.  Ef við náum ekki árangri núna þá er eitthvað mikið að.

Búið er að taka ákvörðun um Bakkafjöru. Sama hvað menn segja um þá framkvæmd. En það á enn eftir að leysa samgöngur í dag. Þær eru í ólestri.

Það þýðir ekki að fjölmenna niður á bryggju og flauta. Við þurfum að gera eitthvað róttækt til að ná athygli stjórnarmanna. Ekki virðast „samböndin“ duga.

Frakkar hafa alltaf verið róttækir í sínum aðgerðum þegar þeir vilja ná athygli og framförum.

Þurfum við ekki að líta þangað eftir fyrirmyndum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú förum með nokkur bílhlöss af fiski og sturtum allstaðar í kringum þinghúsið og lokum öllu þar og helst með úldinn fisk, reyndar gera frakkarnir þetta með tómótum en þeir eru of dýrir held ég þar sem enginn er uppskerann af þeim í eyjum.

Ja eða við gætum farið með eins og 100-200 bíla og lokað leiðum útúr reykjavík þangað til að Herjólfur byrjar siglingar aftur. 

hjölli (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 20:17

2 identicon

Góð grein Svenni , einhverntíma kom sú tillaga að fjölmenna til Rvk og loka Ártúnsbrekkunni með bílunum okkar, en nú getum við það ekki einu sinni vegna þess að enginn er Herjólfur....

Huginn (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 20:18

3 Smámynd: Haraldur Sverrisson

Goður pistill Svenni! Þvi miður hafa Vestmannaeyingar legið a hnjanum og beðið eftir að hent væri til þeirra brauðmolum siðustu aratugi. Mer hefur þo fundist breiting til batnaðar með nuverandi bæjaryfirvöldum.Allavega hillir loksins undir urbætur til framtiðar með Bakkafjöruhöfn. Það breitir þvi ekki að það þarf NU ÞEGAR að fa annað skip til að sigla  a moti nuverandi Herjolfi þangað til Bakkafjöruhöfnin kemur. Eg skora a bæjarstjorn og rikisstjorn að það verði að veruleika strax i byrjun komandi ars.

                Kv. harsv.

Haraldur Sverrisson, 3.12.2007 kl. 21:54

4 identicon

Heyr heyr. Þurfum við ekki bara að setja saman einhvern baráttuhóp sem leiðir slík mótmæli? Það er þú þannig að alltaf þarf einhvern forystusauð í verkefni sem þessi. Ég kem annars til Eyja um jólin, ja.. það er að segja ef Herjólfur verður í lagi og getur siglt.. og ef... það verður fært og flogið (hvurslags vitleysa er þetta!?) og ég skal taka þátt með glöðu geði :)

Einsi Hlö (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 11:29

5 Smámynd: Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Já ég er sammála Einari Hlöðveri, við þurfum bara að minnsta kosti að starta baráttuhóp hérna heima, efla til bæjarfundar þar sem eitthvað verður að ákveða... þýðir ekkert að margir séu að pirrast hver í sínu horni, verðum að nýta orkuna og beina henni í réttan farveg. Eitthvað verður að fara að gerast!

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 13:01

6 identicon

Alveg sammála ,þetta er alveg ólíðandi hvernig væri að þú startaðir þessu með einhverju róttæku?

Solla (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 13:43

7 identicon

Orð í tíma töluð. Nýtt skip og það strax. Við getum ekki látið draga okkur á asnaeyrunum mikið lengur. Það þarf að mynda grúbbu til að þrýsta þessum málum í gegn. Það er fullt af eyjamönnum hér í borginni sem myndu glaðir taka þátt  í slíkum hóp.  Svo má alveg  búast  við frátöfum við gerð Bakkafjöruhafnar, þannig að hvað gerum við þegar Herjófur rennur út á tíma, hann er á undanþágu til 2010.  Standa saman eyjamenn og komum þessum málu í farveg.

Erlingur Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 15:38

8 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þetta eru orð í tíma töluð Sigursveinn og full ástæða eins og þú segir,að athuga hvort ekki er kominn tími á bardag aðferð Frakkanna?

Þorkell Sigurjónsson, 4.12.2007 kl. 16:55

9 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Heyr heyr.

Ég hef verið að spá í hvort þetta sé kannski falin myndavél á okkur eða eitthvað.  Verið að athuga hvað er hægt að bjóða okkur mikið þangað til við förum að velta bílum og kasta matvælum.

Guðrún Jónsdóttir, 4.12.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband