Skoðanakönnun

Jæja, ákvað að nota tæknina sem mbl.is býður upp á og skella hér inn skoðanakönnun. Og um hvað annað ætti ég að spyrja en samgöngumál. Smile

Ég geri mér fulla grein fyrir því að þessar kannanir eru langt frá því að vera marktækar sem eitthvað skoðanamyndandi í umræðu. Ég hef aftur á móti gaman af því að vita hvaða afstöðu fólk sem er að lesa síðuna hjá mér hefur.

En eins vill ég árétta að mín skoðun er sú (og hefur alltaf verið) að samgöngumál í dag og samgöngumál framtíðarinnar eru tvö ólík mál.  Bara svo það sé á hreinu...

Smá viðbót: Ræðan hans Lúðvíks er kominn inn frá því á miðvikudag. Og hann tók undir með Árna að það sé afar mikilvægt er að strax verði reynt að finna nýtt skip. Sagði hann samgöngumálin í ólestri..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Er það ekki málið Sveinn að fólk hefur ruglað saman samgöngum nútímans og samgöngur framtíðar, ég tók þátt í skoðanakönni þinni og leyni því ekki að ég valdi efsta liðin.

Helgi Þór Gunnarsson, 12.12.2007 kl. 21:26

2 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Sammála nafna, held að fólk sé svolítið að rugla þessu tvennu saman í umræðunni. Allavega verð ég að viðurkenna að ég á erfitt með að svara þessari könnun þinni þegar ég fer að hugsa málið. Mín fyrsta hugsun var að fá nýtt skip strax, skip sem færi betur með bæði farþega og áhöfn (verður að viðurkennast að þessi nýfermdi koppur okkar er barn síns tíma hvað varðar aðbúnað farþega) og ekki verra ef það gætti stytt ferðatímann eitthvað. En þegar ég fór að hugsa þetta út frá samhengi núsins og framtíðarinnar, þá á ég virkilega erfitt með að gera það upp við mig hvort mér finnist meira aðkallandi samgöngubót í dag, fram að framtíðarkostinum Bakkafjöruhöfn, bættur aðbúnaður í formi nýs skips eða aukin tíðni ferða í formi skips sem sigli á móti núverandi Herjólfi. Því ég tel aukna tíðni ferða ekki síður mikilvæga fyrir Eyjarnar, og jafnvel enn mikilvægari en bættur aðbúnaður ef litið er á málið útfrá sjónarmiðum ferðamannaiðnaðarins og ekki síður þæginda heimamanna, sem þyrftu kannski ekki að missa nærri jafnmikið úr vinnu til að geta t.d. sótt sér þjónustu sérfræðilækna í höfuðborgina.

Lofa að kjósa leið og ég er búinn að komast að niðurstöðu.

 
Kv,
Helgi Ólafs.

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 17.12.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband