Franska aðferðin

Það gekk mikið á í dag. 21 handtekinn í aðgerðum lögreglunnar gegn vörubílstjórum.  Náði reyndar ekki að fylgjast með þessu nema í gegnum útvarp í dag en sá sjónvarpsfréttirnar og þetta minnti óneitanlega á myndir "frá útlöndum" þar sem verið er að berja borgaranna til hlýðni.

Vörubílstjórar nota frönsku aðferðina.  Þeir hafa áhrif á samgöngur og stoppa þannig eða hægja á hraðanum í samfélaginu.  Fá fólk til að stoppa og íhuga hvað er í gangi. 

Sumir Eyjamenn hafa viljað nota þessa aðferð til að knýja á um bættar samgöngur. 

En hafa mótmælin skilað einhverju?  Ég segi já, því aðgerðir þeirra hafa neytt stjórnmálamenn til að tjá sig um málin, neytt stjórnvöld til að íhuga stöðuna.

Það er meira en við Eyjamenn getum sagt.  Eyjamenn (og þar á meðal ég) fjölmenntu niður á bryggju fyrir nokkru síðan og flautuðum til að mótmæla hækkun fargjalda í Herjólf. Skilaði það einhverju?  Nei, ekki svo mikið sem stafkrókur á blað frá stjórnvöldum um hvers vegna sú hækkun var nauðsynleg.  Nei, sú aðferð skilaði engu.

Hefði það skilað árangri hefðum við lokað Ártúnsbrekkunni?  Já, ég er viss um að þeir sem stjórna þessu blessaða landi hefðu alla vega verið spurðir út í málið af fréttamönnum.  Aðferðin skiptir öllu og því miður taka stjórnvöld ekki við sér fyrr en menn gera hlutina óhefðbundna.

Auðvitað eru vörubílstjórar að brjóta lög og ég er ekki að mæla því mót. Hins vegar fannst mér aðgerðir lögreglu svolítið öfgakenndar.  Það sem ég sá það er að segja.  

Mótmæli þeirra hætta ekki enda hefur ekkert breyst.  Það hefur engin ákvörðun verið tekin og á meðan er engin ástæða fyrir vörubílstjóra að hætta. Ég stend með þeim alla vega...

Eitt að lokum varðandi flutningskostnað milli lands og Eyja: Eins og ég hef áður komið inn á áður erum við í framkvæmdum niður á Reynisstað.  Fengum rúðu úr Reykjavík í hurð, sérsmíðaða en hún reyndist vitlaus. Átti að fara í einhverja verslun í Kópavogi.  Ætluðum að senda hana til baka en framleiðandinn hafði samband við okkur og bað okkur um að henda henni.

Það var ódýrara fyrir þá að gera nýja heldur en að fá hana senda frá Eyjum...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigursveinn, ég er nú bara nokkuð sammála þér núna, bara alveg sammál, ég sé það alltaf betur og betur hvað við erum í raun miklir aular að vera ekki búnir að krefjast meira af yfirvöldum, mér finnst við eiga það inni, miða við þjóðarframleiðslu á mann hér í Eyjum, kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 24.4.2008 kl. 00:47

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Góð grein hjá þér Sigursveinn og er ég þér alveg sammála.  Þetta með hurðina er dæmi um kostnaðinn við það búa úti á landi. Kannski ætti Maggi Kristins að beina spjótum sínum að kostnaði okkar Eyjamanna við það, að nota þjóðveginn, (Herjólf).    Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 24.4.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband