Sjúkraflugið

Enn og aftur hafa embættismenn í Reykjavík ákveðið að skerða þjónustu sem við eigum rétt á. Líklega út af því að það leit betur út í excel skjalinu. Það var hægt að spara einhverjar krónur á því að "gambla" með sjúkraflugið.  Þvílík endemis vitleysa.

Hver ber ábyrgðina?  Ef svo illa vill til að einhver deyr á meðan beðið er eftir flugvélinni?

Segir það líka ekki eitthvað um virðingarleysið við okkur að framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar var ekki einu sinni látinn vita af þessu?  Hann frétti þetta frá blaðamanni Frétta.

Vissi bæjarstjórnin af þessu?

Og hvernig bregðumst við við?

Eigum við kannski að fara upp á flugvöll og flauta? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Eigum við ekki bara að fá hugmyndir að mótmælum hjá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna, það er allavega tekið eftir þeirra mótmælum svo um munar

Smári Jökull Jónsson, 31.1.2008 kl. 18:05

2 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Spurning um að senda alla "brottflutta" eyjamenn í Alþingishúsið og láta eins og smákrakkar... það er tekið eftir því!

Ekki taka menn eftir einu og einu dauðsfalli... eða hvað??? Ætla menn að vera vitrir eftir á enn einu sinni???

Sigþóra Guðmundsdóttir, 2.2.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband