Breytingar á bloggi

P3151889Ég var orðinn þreyttur á gamla lúkkinu. Ákvað að breyta til. Fannst þetta ágætis tímapunktur. Við hjónin vorum að eignast okkar þriðja barn og ég að verða faðir í fjórða sinn. Við vorum af þeim sökum í Reykjavík alla síðustu viku.

Peyjinn sem kom í heiminn þann 5. febrúar var 12 merkur og 50 cm. Lítill en ákveðinn... eins og mamman Wink

Við vorum búin að ákveða að fara heim á laugardaginn síðasta. Ég með Herjólfi um kvöldið þar sem við vorum á bíl og hún með flugi seinnipartinn.  Eftir stórviðrið á föstudaginn var ákveðið að fella niður báðar ferðir Herjólfs. Þannig að ég komst ekki með bílinn en við komumst öll heim með flugi. 

Hef verið að velta fyrir mér hvort eitthvað hafi breyst í ákvörðunartökum varðandi Herjólf? Nú var tekin ákvörðun um það á föstudaginn að fresta báðum ferðunum á laugardag. Var sú ákvörðun tekin eftir veðurspá en svo var flugfært allan daginn.  Ég geri mér grein fyrir því að sjórinn er oft lengi að jafna sig eftir slík stórviðri og kannski var þetta hárrétt ákvörðun.

En ég spyr mig, hefur kröfunum verið breytt eitthvað?  Mér finnst ferðir falla mun oftar niður nú en áður.  Er búið að herða á reglunum, treysta þeir skipinu ekki eins vel, er erfiðara að komast inn í Þorlákshöfn nú en áður eða hvað?

Læt hér fylgja mynd af nýjasta fjölskyldumeðliminum...

ps - breytt útlit hefur ekkert með gengi Liverpool að gera... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Til hamingju með drenginn!

Og velkominn heim!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 13.2.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Kjartan Vídó

Kæra fjölskylda. Til hamingju með peyjan

Kjartan Vídó, 13.2.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband