Hvað er hægt að byggja á sandi?

Undirskriftasöfnunin sem er í gangi núna undir léninu strondumekki.is er athyglisverð. Fyrir það fyrsta finnst mér þetta heldur seint komið fram enda búið að taka ákvörðun um Bakkafjöru og verður vonandi ekki stöðvað úr þessu. 

Hins vegar finnst mér athyglin sem síðan og sú skoðun sem henni fylgir hefur fengið mjög athyglisverð svo ekki sé meira sagt. Þarna er sama skoðun og hópur manna hér í Eyjum hefur haldið á lofti í langan tíma án þess að hljóta verðskuldaða athygli fyrir. En nú hefur andstæðingum Bakkafjöru borist öflugur liðsauki í formi þekktasta Eyjamannsins í dag, Magga Kristins. 

Og þá taka allir helstu fjölmiðlar við sér og segja frá.  Af sjö fréttum á eyjafréttum núna fjalla 5 um Bakkafjöru.  Búið er að segja frá fjölda undirskrifta, líkt og um kosningavöku væri að ræða.

Þetta segir mér það að á Íslandi skiptir máli hverjir tala, ekki hvað er sagt.

Ég hef alltaf verið fylgjandi því að láta fagmönnum eftir verkið og treysta á íslenska verkfræðikunnáttu. Líkt og gert var við Hvalfjarðargöngin sælla minninga. Ég get ekki sagt að Bakkafjara sé vonlaus, til þess hef ég enga kunnáttu. Né heldur get ég sagt að þetta sé víst hægt.  Sömu rök og áður.

Björn Jóhann Guðjohnsen skrifar grein í Fréttir sem komu út í gær. Þar minnist hann á höfnina í Laayone í Marokkó sem hann þekkir af eigin raun. Hann segir Landeyjasand eins og sandkassaleikvang fyrir lítil börn í samanburði. Eins minnist hann á Dubai.  

Hvað er annars hægt að byggja á sandi? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég hjartanlega sammála þér. Hvar var Maggi Kristins þegar umræðan um Bakkafjöru var í hámæli?

Ég segi eins og þú, ég vil að fagmennirnir séu látnir um að vega og meta verkið. Ef Bakkafjara tekst vel til þá verður þetta mikið til bóta, Vestmannaeyjar verða þá partur af hringveginum um Ísland og ferðamenn hafa kost á að koma yfir í skrepp þegar þeim hentar. Held að það sé mikilvægara að efla samgöngur við nærliggjandi bæi en Reykjavík. Ekki halda menn að við séum að fara að sækja vinnu til Reykjavíkur frá Eyjum?

Ég trúi nú varla að menn ætli sér í svona stórt verkefni ef þeir halda að einhver vafi sé á því að þetta sé framkvæmanlegt en það verður sagan að leiða í ljós og fróðari menn en við að segja til um.

Kveðja,
Tolli.

Ps. Bið að heilsa pörupiltunum, þið voruð næstum eins ágætir og gleðigjafar :P

Þórhallur Einisson (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband