Slæmt ef satt reynist

Frétt á visir.is veldur mér áhyggjum.  Þar er talað um að samkomulag hafi náðst um myndun minnihlutastjórnar.  Ekki það að ég sjái á eftir núverandi ríkisstjórn heldur er ég á því að við séum að fara úr öskunni í eldinn.  Ingibjörg Sólrún verður forsætisráðherra, sem væri í lagi ef hún væri ekki veik. Held að hún ætti að einbeita sér að því að ná fullri heilsu á nýjan leik.  Steingrímur Joð ætlar í fjármálaráðuneytið en það sem sló mig mest var að það á að gera Guðjón Arnar Kristjánsson að formanni sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. 

Samt skárra en að gera hann að ráðherra málefnanna...

Held að eina vitið til þess að ná einhverri sátt fram að kosningum væri þjóðstjórn og það undir forsæti óháðs aðila.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég er klár í slaginn!!

Gísli Foster Hjartarson, 27.1.2009 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband