Stefnuskrá forseta Íslands

Dagurinn hefur verið ótrúlegur þegar litið er á pólitíkina.  Sögulegur í meira lagi, stjórnin fallin, fyrrverandi samstarfsmenn keppast við að skíta hvorn annan út og forsetinn búinn að taka forystuna í myndun nýrrar ríkisstjórnar.  Alla vega hefur hann sett fram fjögur stefnumál sem hann ætlast til að næsta ríkisstjórn framfylgi. 

Er hlutverk forseta Íslands að mynda stefnuskrá?

Eitt sem vakti athygli mína öðru fremur í ummælum dagsins.  Það var annars vegar ummæli forsætisráðherraefnis Samfylkingarinnar, Jóhönnu Sigurðardóttur að stjórnin hafi sprungið fyrst og fremst á því að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki hrófla við Seðlabankastjóra.  Árni Mathiesen sagði aftur á móti að það mál hefði verið leyst og í raun hafi Geir Haarde lagt fram lausn í því máli í desember. 

Svona hlutir eiga að vera á hreinu, upp á borðinu. 

En í alvöru talað.  Er forsetinn, eftir allt sem á undan er gengið með traustið til þess að vera að gjörbylta forsetaembættinu á þessum örlagatímum.  Setja væntanlegri stjórn afarkosti um málefni? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Það er nú svo með forseta vorn að hann þarf alltaf að vera miðpunkturin í öllu - like it or not - athyglissjúkt lið sem þykist vera meira important en það er - við skulum íhuga forsetaframboð næst þegar að það stendur til boða.

Gísli Foster Hjartarson, 27.1.2009 kl. 10:17

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ég leit nú ekki beint á þetta sem afarkosti af hans hálfu, enda hann ekki í stöðu til að setja þá. Aftur á móti eru þessir hlutir sem hann leggur fram, hlutir sem stór hluti þjóðarinnar hefur bent á að þurfi að gera síðustu mánuði.

Er þetta þá bara hræðilegt útaf því það kemur frá honum ?

Smári Jökull Jónsson, 27.1.2009 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband