Stöð 2 og Samfylkingin

Lengi vel var bein lína frá ritstjórn Morgunblaðsins í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins. Þetta var á tímum kalda stríðsins.  Enn í dag er Mogganum stillt upp sem málgagni flokksins.  Tel það ekki sanngjarnt gagnvart starfandi blaðamönnum Moggans í dag enda löngu búið að klippa á línuna.

Hins vegar virðist tenging Samfylkingarinnar við fréttastofu Stöðvar 2 orðinn óþægilega mikil.  Reyndar óþægileg fyrir bæði flokkinn og fréttastofuna.  

Róbert Marshall var um árabil starfsmaður Stöðvar 2 og fyrir mér var eftirsjá af honum á skjánum.  Hann snéri sér að pólitík og fór fram fyrir Samfylkinguna.  Sigmundur Ernir var í mörg ár helsta "andlit" stöðvarinnar og fréttaþulur.  Hann er nú kominn í framboð og auðvitað fyrir Samfylkinguna. 

Nýjasta dæmið er launaður álitsgjafi fréttastofunnar, stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson sem hefur í nokkur ár sagt okkur hvað stjórnmálamenn voru í raun að segja í viðtölum... hann er nú kominn á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Varðandi Moggann og Sjálfstæðisflokkinn þá er línan enn til staðar, þó svo að hún sé vissulega minna notuð en áður fyrr. Til dæmis var sérstakt að fylgjast með jafn öflugum fréttamiðli og mbl.is þegja þunnu hljóði lengi vel yfir styrkjamáli Sjálfstæðisflokksins, á meðan Vísir.is fjallaði um málið af miklum áhuga.

Varðandi Baldur Þórhallsson hefur verið gaman að fylgjast með umræðunni um hans framboð. Fræðimenn hljóta einhvers staðar að standa í pólitík og kjósa ákveðna flokka, burtséð frá því hvort þeir opinbera það. Baldur kemur nú væntanlega ekki fram sem fræðimaður á næstunni til að greina pólitíska stöðu fyrir landann, en það er varla hægt að setja út á að hann komið fram í fjölmiðlum og fjallað um pólitík sem fræðimaður á meðan hann var ekki í trúnaðarstörfum fyrir stjórnmálaflokk.

Áttu fjölmiðlar bara að útiloka hann og hann að neita öllum viðtölum, þar sem það gæti farið þannig síðar meir að hann færi í framboð. Þá held ég að ansi margur stjórnmálafræðingurinn væri útilokaður núna strax, því ég held að þeir gangi nokkrir með stjórnmálamanninn í maganum. Þetta hlýtur að hafa verið mjög meðvitað skref hjá Baldri, að með framboðinu væri hann að útiloka sig sem fræðimann í fjölmiðlum.

Svo hefur Baldur komið fram á fleiri fjölmiðlum heldur en Stöð 2, svo því sé haldið til haga.

Svo þurfum við að halda höfðinu hátt og brosa framan í heiminn Svenni minn, þrátt fyrir erfitt kvöld í boltanum :-)

Smári Jökull Jónsson, 9.4.2009 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband