Ábyrgð þingmanna

Eygló Harðar skrifar góða grein sem ég leyfi mér að vitna í hér. Hún er þingmaður og fær engar upplýsingar, nema þær sem hún les í fjölmiðlum, líkt og við hin.  Samt á  hún að taka ákvörðun um að samþykkja Iceslave samninginn eða ekki. 

Hún er beðin um að skrifa upp á óútfylltan tékka sem Íslendingar eiga eftir að borga af næstu áratugina.  Mesta skuldsetning Íslandssögunnar. 

Það er gríðarleg ábyrgð sett á herðarnar á þessum 63 þingmönnum sem þarna sitja.  Fastlega má búast við að allir þingmenn Samfylkingarinnar muni samþykkja þetta möglunarlaust.  Því miður virðist staðan þar vera svipuð og var hjá Sjálfstæðisflokknum þegar Davíð réð þar ríkjum.  Forystunni treyst blint.  Man nú eftir nokkuð mörgum Samfylkingarmönnum sem gagnrýndu það harkalega, hneyksluðust alveg gríðarlega.  

Ég bind vonir við að þingmenn Sjálfstæðisflokks, Borgarahreyfingarinnar og Framsóknar muni öll leggjast gegn samningnum.  Flestir sem hafa kynnt sér samninginn, eða það litla sem fram hefur komið í fjölmiðlum um efni hans eru sammála um að hann er vondur fyrir íslenska þjóð.  Ef þingmenn vilja ekki hafna honum á þeim forsendum þá eiga þau að hafna honum á þeim forsendum að þau vilji ekki samþykkja eitthvað sem þau geta ekki kynnt sér.   Algjör fjarstæða af Steingrími og Jóhönnu að ætlast til þess.  

Þessir miklu boðberar gegnsæi ...

Þetta mun líklega velta á því hvað VG gerir.  Verða þingmenn þar beygðir til hlýðni eða fá þau áfram að hafa sjálfstæða skoðun.  Ætla að vona það síðarnefnda, því þá, þrátt fyrir Ragnar Reykás heilkenni formannsins myndi flokkurinn standa undir nafni. 


Lundaveiði

Mynd fengin af láni: nilli.vefalbum.isAlveg finnst mér merkileg þessi umræða um lundaveiði í Eyjum.  Miðað við skrif sumra á netinu undanfarið mætti halda að lundaveiði í úteyjunum sé atvinnugrein sem stunduð sé grimmt allt sumarið.  Og veiðin setur stofninn í stórhættu.   Hvaða rugl er þetta eiginlega?

Nú hef ég, frekar en aðrir ekki séð þessa svörtu skýrslu um stöðu stofnsins en sama umræða fór fram í fyrra.  Er ekki talað um að hátt í þrjár milljónir lunda séu í kringum Vestmannaeyjar?  Og veiðin, síðasta sumar náði ekki tíu þúsund kvikindum. 

Við erum ekki einu sinni að tala um 0,5% af stofninum.  Ekki einu sinni 0,25% af stofninum.

Hef heyrt talað um að nýliðun sé slæm í lundastofninum og er það vissulega áhyggjuefni.  En slík staða er í fleiri stofnum.  Til að mynda þorskstofninum okkar mikilvæga.  Ekki hef ég heyrt og mun vonandi ekki heyra einhvern halda því fram að það eigi að banna þorskveiðar.

Ég held að menn ættu að komast upp úr þessu rugli og horfa á þetta af skynsemi.  Lundaveiðar, maður með einn háf út á bjargbrún mun ekki leggja lundastofninn í rúst.  Aftur á móti er áhyggjuefni að ætið í sjónum virðist vera af skornum skammti fyrir lundann.  Held að menn ættu að einbeita sér af því vandamáli í rannsóknum.

Eftir því sem ég heyri kemur vel til greina að banna lundaveiðar í sumar og jafnvel í einhver ár.  Það þættu mér slæm tíðindi.  Kannski er best að takmarka lundaveiðar, setja dagakvóta á fremur en að leggja blátt bann við veiðinni.  Þannig gæti hver úteyja fengið 5-7 daga til þess að veiða.  Reyndar gæti það verið erfitt varðandi eftirlit. Þannig gætu lundaveiðimenn komið á móts við vísindamenn.  Sýnist að þeir séu að vilja gerðir til að leysa þetta skynsamlega. Líst ekkert á að leyfa veiðar í ákveðna viku eða svo, enda gæti verið bongóblíða allan tímann en í slíku veðri veiðist ekkert ....... nema í Ystaklett. Svo er spurning um að Bjargveiðimannafélagið ákveði afla hverrar eyju fyrir sig?

Umfram allt, sleppum dramatíkinni og grænfriðungasjónarmiðum í þessari umræðu.  Þetta er svo lítil veiði úr svo stórum stofn.


Icesave og ESB

Ríkisstjórnin hefur samið um að við borgum fyrir sukk og svínarí einhverja einstaklinga. Ekki bara við, heldur börnin okkar líka.  Og miðað við þær upphæðir sem eru í gangi þá er gott ef barnabörnin sleppa við greiðslur.

Við semjum um 5,5% vexti.  Það er allt of mikið að mínu mati.  Eins er alveg fáránlegt að semja um þetta í erlendri mynt.  Við þurfum að taka á okkur allar sveiflur í gjaldeyrismálum. Auðvitað á að semja um svona í okkar mynt, við erum að greiða, við erum að taka alla áhættuna.  

Verð að viðurkenna að eins og þetta lítur út fyrir mér í dag þá er þetta slæmur samningur fyrir okkur. 

Og þá kem ég að öðru sem ég hef miklar áhyggjur af. 

Þetta er sama fólkið og ætlar að fara að semja fyrir okkar hönd um inngöngu í Evrópusambandið! 

Ekki líst mér á það. 

 


mbl.is Erfitt að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ísland

Bankahrunið varð í október, búsáhaldarbyltingin í janúar og ný ríkisstjórn í febrúar.  Ríkisstjórn félagshyggjuaflanna, 80 daga ríkisstjórnin.  Nú skyldi kapítalisminn settur á hilluna og félagsleg mál sett á oddinn.

Það þagnaði í mótmælendum á Austurvelli.  Pottarnir fengu að snúa aftur til sinna starfa, sleifarnar notaðar til annars en að lemja.  Fólkið snéri aftur heim í hlýjuna og hugsaði sér gott til glóðarinnar. Að vera búinn að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og það sem meira er og mikilvægast, Davíð úr Seðlabankanum. 

Kosningar gengu í garð, Búsáhaldarbyltingin varð Borgarahreyfingin sem hafði sætaskipti við Frjálslynda á þingi.  Kvótinn var ekki lengur aðalmálið, heldur spillingin, kapítalisminn, sukkið og svínaríið. Sjáfstæðisiflokkurinn var settur á bekkinn og inn á kom fyrsta hreina vinstri stjórn á Íslandi frá stofnun lýðveldisins. 

Það var ekkert annað!

Og við, smælingjarnir biðum eftir viðbrögðum, hvað skyldi gert fyrir okkur sem eftir situm með skuldir útrásarinnar á bakinu.  Og við biðum og biðum og biðum og biðum og biðum...

...og biðum og biðum og biðum.  Síðan kom svar. 

Það skal hækka skatta á áfengi, tóbak og bensín.  Hækka höfuðstól verðtryggða lána.

Meðlimir búsáhaldarbyltingarinnar væntanlega hæstánægðir með sitt fólk.  Jóhanna er svo heiðarleg, Steingrímur svo skeleggur að þetta getur ekki klikkað.  Engir pottar að berja í á Austurvelli, engin eggjasala svo hægt sé að skreyta Alþingishúsið, grímurnar fallnar af anarkistunum, rúðurnar látnar óárettir.  Þetta er svo frábært, við erum komin með vinstri stjórn.  

Til hamingju Ísland. 

Þetta getur ekki klikkað

Eða hvað?

 


Ósammála Víði

Verð að viðurkenna að ég er ósammála Víði í þessum efnum.  Fyrir mér er þetta allt annar fótbolti sem er spilaður þarna.  Leiðinlegri og hægari. 

Ég hef áhyggjur af þeirri þróun sem orðin er í þessu.  Menn eru meira að segja farnir að tala um að spila leikina innanhúss til að sleppa við veðrið!!  Menn taka dæmi um leik Keflavíkur og FH í 1.umferð Pepsi deildarinnar. Vissulega rokleikur og hundleiðinlegur í þeim efnum.  Þannig var líka leikur ÍBV og Breiðabliks í 2.umferðinni hér í Eyjum.  Aldrei þessu vant var rok í Eyjum :-) 

En þetta er hluti af því að spila UTANHÚSÍÞRÓTT.  Í fyrra keppti ÍBV tvo leiki að mig minnir innanhúss.  Það er algjört rugl að mínu mati. Ég segi að menn ættu frekar að fresta leik ef veðrið er svona óbærilegt.  

Við lendum oft í því hér í Eyjum.

En á morgun er stórleikur á Hásteinsvelli.  ÍBV - KR.  Nú rífa okkar menn sig upp og vinna fyrsta sigurinn þetta árið.  Er viss um það. 

Er ánægður með stórsöngvarann Óla Guðmunds sem stendur fyrir hitting niður á Volcano tveimur tímum fyrir leik fyrir stuðningsmenn ÍBV.  Nú er bara að mæta, í búningum eða hvítu, með trommur, lúðra, raddbönd og góða skapið og láta í sér heyra.  

Legg til að Óli taki Slor og skít 

 


mbl.is Gervigras? Já takk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöð 2 og Samfylkingin

Lengi vel var bein lína frá ritstjórn Morgunblaðsins í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins. Þetta var á tímum kalda stríðsins.  Enn í dag er Mogganum stillt upp sem málgagni flokksins.  Tel það ekki sanngjarnt gagnvart starfandi blaðamönnum Moggans í dag enda löngu búið að klippa á línuna.

Hins vegar virðist tenging Samfylkingarinnar við fréttastofu Stöðvar 2 orðinn óþægilega mikil.  Reyndar óþægileg fyrir bæði flokkinn og fréttastofuna.  

Róbert Marshall var um árabil starfsmaður Stöðvar 2 og fyrir mér var eftirsjá af honum á skjánum.  Hann snéri sér að pólitík og fór fram fyrir Samfylkinguna.  Sigmundur Ernir var í mörg ár helsta "andlit" stöðvarinnar og fréttaþulur.  Hann er nú kominn í framboð og auðvitað fyrir Samfylkinguna. 

Nýjasta dæmið er launaður álitsgjafi fréttastofunnar, stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson sem hefur í nokkur ár sagt okkur hvað stjórnmálamenn voru í raun að segja í viðtölum... hann er nú kominn á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.


Bíddu, var ekki verið að tala um kynjakvóta hjá VG?

Af átta efstu í Reykjavík eru sex konur og tveir karlar.  

Finnst athyglisverð þessi hugmyndafræði VG að kynjakvótinn virki bara í aðra áttina.  Alla vega á ekkert að vera að hlusta á einverja svona frasa þegar konurnar hafa tekið völdin. 

Hefði persónulega viljað að Kolbrún og Ari leikari hefðu haft sætaskipti.  Hefði verið skemmtilegri listi...

 


mbl.is Framboðslistar VG tilbúnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um 20% niðurfellingu skulda

Framsóknarmenn hafa að undanförnu kynnt hugmyndir sínar um 20% flatan niðurskurð skulda hjá heimilum og fyrirtækjum. Þetta eru athyglisverðar hugmyndir en núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa algjörlega blásið á þær.  Ekki hefur heyrst múkk í þeim hvað ætti frekar að gera.

Verðandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir norðan, Tryggvi Herbertsson tók undir þessar hugmyndir í Kastljósinu í gær. 

Ég hef heyrt töluvert af Samfylkingarfólki ræða um að það ættu ekki allir að fá niðurfellingu, eingöngu þeir sem þyrftu á því að halda. 

Hver þarf á því að halda og hver ekki ?  Hvernig ætlar fólk að mæla það út?  Verður það tekjutengt, eða jafnvel krónutala á skuldum vs laun?  

Lánin hafa hækkað hjá öllum, alveg sama hver staða þeirra var fyrir. Allir hafa minna á milli handanna núna vegna bankahrunsins. 

Hver ætlar að segja okkur hver á skilið niðurfellingu og hver ekki?

Og ef ekki þessi leið, þá hvaða leið og hvað er Samfylkingin og VG tilbúin að láta þjóðina bíða lengi á meðan þau ákveða sig ?

Eins finnst mér alveg magnað að lesa blogg sumra stuðningsmanna þessara flokka að það eigi að undanskilja fyrirtækin í þessu.  Vegna þess að þau vilja ekki niðurfella skuldir á þá sem settu þjóðina á hausinn.  Hvað með öll hin fyrirtækin sem hafa verið rekin á samviskusamlegan hátt og tóku ekki þátt í útrásinni?  Eiga þau að blæða enn meira ? 

Eins og er er þetta besta leiðin sem ég hef heyrt til að koma þjóðfélaginu af stað aftur. 


Gargandi snilld

http://www.youtube.com/watch?v=B7hhMbfjfKE

Segið svo að menn lifi sig ekki inn í leikinn Grin


Ótrúlega öruggt hjá mínum mönnum

Ég var ánægður eftir 4:0 sigur á Real Madrid á þriðjudaginn og í dag er maður himinlifandi.  Það er ekki annað hægt eftir að hafa tekið Man.Utd. í kennslustund 1:4 á Old Trafford.  Sérstaklega ánægjulegt eftir yfirlýsingagleði Rooney í vikunni :-)  Sá var pirraður!!

Vidic sem hingað til hefur virkað á mig sem heimsklassamiðvörður var eins og lélegur Newcastle varnarmaður í þessum leik.  Á tvö mörk skuldlaust. 

Annars voru mínir menn í essinu sínu í þessum leik.  Gerrard stígur upp í svona leik en eins og svo oft áður í stóru leikjunum, þá hverfur Ronaldo. 

Hyypia einn af bestu leikmönnum vallarins í dag.  Hvað er karlinn orðinn gamall? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband