Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Þrífst rasismi á Stöð 2 sport?

Get eiginlega ekki orða bundist yfir þeim rasisma sem birtist í þættinum Pepsi mörkin áðan þegar talið barst að ÍBV. Reyndar ekkert nýtt að Hörður Magnússon finni allt til foráttu sem frá Eyjum kemur en ég varð hreinlega orðlaus yfir brottfluttum Eyjamanni, Tómasi Inga og Reyni Leósyni „álitsgjöfum.“

Nú er það svo að öll félög á Íslandi, í efstu deildum sýsla með leikmenn. Flest skiptin gerast á milli liða á höfuðborgarsvæðinu, allt í góðu með það. En smáborgarahugsun þremenningana þegar kemur að erlendum leikmönnum er nokkuð sem ég hélt að væri hreinlega orðin útlæg á Íslandi. Skiptir virkilega svona miklu máli hvaðan leikmaðurinn kemur?

Ég tók að gamni saman hversu margir uppaldir leikmenn hafa spilað fyrir klúbbana sína í þessum þremur fyrstu umferðum. Það er athyglisvert en aldrei nokkurn tímann fáum við umræðu um það varðandi önnur lið, bara ÍBV. Það eru eitt lið sem hefur notað fleiri uppalda en aðkeypta í fyrstu þremur umferðunum, það er Stjarnan, 10 af 18. Reykjavíkurliðin tvö, Fram og Valur hafa notað fæsta uppalda, Fram 3 af 14 og Valur 2 af 16. Vantar ekki hjartað í þessi lið?

ÍBV er á svipuðum stað og KR og Selfoss. Hafa notað fáa uppalda, ÍBV 4 af 15.  Þetta er þróunin í boltanum en hún virðist bara vera í lagi ef leikmennirnir bera íslenskt nafn, annars ekki.

Skýrari mynd af þröngsýni og rasisma hef ég ekki orðið var við lengi í sjónvarpi.


mbl.is Annað vítið var rugl að mati Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband