I'm back

Veit að ég hef verið hundlélegur hérna undanfarið og ætla svo sem ekkert að fara að lofa bót og betrun en færslunum mun fjölga...

Verð fyrst að ræða aðeins um þá ákvörðun bæjarstjórnar Vestmannaeyja að skora á samgönguráðherra að koma með nýtt skip í siglingar milli lands og Eyja. Bæjarstjórnin var sammála í málinu sem var athyglisvert og styrkir málið.  Samt held ég að ráðherrann muni ekki sinna kröfum Eyjamanna. Því miður, slík er reynslan.

Á sama tíma og rætt er um að efla landsbyggðina þá tekur Vegagerðin upp á því að semja við Eimskip um hækkun fargjalda Herjólfs. Frábært !! Auðvitað á að lækka þessi fargjöld, ekki hækka. Við eigum að borga jafn mikið og kostar að keyra 70 km leið, ekki krónu meira, burtséð frá því hvað það eru margir í bílnum. Dæmi: Ég fer einn upp á land með bílinn. Ég greiði x krónur fyrir það, segjum tvö þúsund kall. (Bensínkostnaður/slit á bíl o.s.frv.) ... næstu helgi á eftir ákveður öll fjölskyldan að fara, ég, konan og börnin tvö. Við borgum þá líka tvö þúsund.  En ef þú ert ekki á bíl?  Þá borgar þú samsvarandi verð við rútufargjald einhverja 70 km. (Reykjavík/Selfoss??)

Ég tók það saman um daginn, við eyddum tæplega 200 þúsund krónur í ferðakostnað á síðasta ári og við teljumst seint til flakkara...alla vega ég :-)

 ...þangað til næst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband