Var að glugga í Moggann á netinu, svakalega þægileg þessi þjónusta að geta flett Mogganum á netinu. Rak augun í viðbrögð Sturlu við mótmælum okkar Eyjamanna út af verðhækkun í Herjólf. Nei, það verður að standa við þessa samninga. Nýr samningur var gerður á síðasta ári til fimm ára þrátt fyrir að röksemdarfærsla okkar Eyjamanna um endurskoðun á gjaldskránni hafi verið kominn upp á borðið þá. Það var bara ekkert hlustað á okkur. Og þvert á skoðanir ráðamanna er gjaldið nú hækkað og hvað með það þó stór hluti Eyjamanna hafi mætt og mótmælt?
Síðan bendir spekingurinn Sturla Böðvarsson á að rukkað sé fyrir hvern einstakling í flug! Ertu ekki að grínast? Hvernig getur hann sett þetta í samhengi? Annars vegar flug og hins vegar þjóðveginn okkar, Herjólf. Skilningsleysi samgönguráðherra á samgöngumálum er grátlega hlægilegt...eða þannig.
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll, Sigursveinn !
Get ekki annað, en tekið undir hvert þitt orð! En Sigursveinn....... ég hefi, gegnum árin haldið upp á Sturlu Böðvarsson frænda minn, utan af Snæfellsnesi, margt hefir hann vel gert, í vegamálunum þótt ég sé mjög ósáttur við niðurlag Landsíma Íslands; m.a., í hans stjórnartíð, sem og helvítis bröltið með póstþjónustuna !
Verð samt, að hvetja ykkur Eyjamenn til þess, að reyna alla möguleika til þess, að snúa gamla manninn (Sturlu) niður í þessu máli. Hann VERÐUR að koma á móti ykkur þarna! Þetta er jú ykkar þjóðbraut, til fastalandsins; með Herjólfi !!!
Gangi ykkur Eyjamönnum allt í haginn ! Látið ekki deigan síga !
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 11:53
Sæll Óskar og takk fyrir stuðninginn
Ég get tekið undir með þér að margt hefur Sturla gert gott í vegamálum síðustu árin. Það skal ekki tekið af honum en betur má ef duga skal. Eyjamenn sitja núna uppi með þá stöðu að nú er að duga eða drepast að mínu mati. Við erum í bullandi varnarbaráttu og höfum verið síðustu ár og slakar samgöngur eins og við búum við í dag dregur úr okkur tennurnar hægt og rólega.
Hugsaðu þér að ef ég ætla að fara yfir sumartímann að heimsækja vini og ættingja upp á Íslandi þarf ég að panta með nokkurra vikna fyrirvara og borga sex þúsund krónur aðra leiðina fyrir mig og fjölskylduna....12 þúsund kall fyrir helgarferð í borgina (Reykjavík, ekki London)
Fjölskyldan borgaði um 170 þúsund krónur á síðasta ári fyrir Herjólfsferðir.
Fólk má ekki misskilja okkur Eyjamenn. Við erum ekki að segja að við eigum ekkert að borga, það á að vera sanngjarnt verð. Þetta er okkar þjóðvegur, samkvæmt lögum en yfirvöld mismuna landsmönnum eftir búsetu...
Sigursveinn , 2.2.2007 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.