Borgarstefna eða byggðastefna?

Það er mjög forvitnilegt fyrir alla sem áhuga hafa á byggðarþróun (sérstaklega í Eyjum) að lesa blogg bæjarstjórans í Eyjum um opinber störf. Þetta segir allt um byggðarstefnu núverandi ríkisstjórnar. Hún er í plaggi en ekki í praktík. 

Störfum hefur skipulega verið fækkað á landsbyggðinni á vegum hins opinbera. Allt í nafni hagræðingar en í raun hefur bákn ríkisins stækkað mikið síðustu ár sem er afskaplega athyglisvert í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd þann tíma. Flokkur sem margir kusu vegna þess að hann stendur fyrir einstaklingsfrelsi og styður einkaframtakið. Hvernig væri staðan ef VG hefði verið í ríkisstjórn síðustu tólf ár?

Hefur ríkið verið að bregðast við stækkun höfuðborgarsvæðisins með því að færa störf af landsbyggðinni til Reykjavíkur?  Hvar eru þessi nýju störf á vegum ríkisins? Auðvitað í Reykjavík sem er skiljanlegt í ljósi þess að langstærsti hluti hins opinbera er í höfuðborginni. En í byggðastefnu ríkisstjórnarinnar er talað hátíðlega um að efla byggðir landsins, færa störf á vegum hins opinbera út á land.  Síðan er raunin sú að störf eru tekin af landsbyggðinni og komið fyrir í Reykjavík.  Skýrt dæmi um slíkt er lokun Loftskeytastöðvarinnar í Vestmannaeyjum.  Í nafni þróunar var henni lokað og störfin færð í Skógarhlíðina í Reykjavík.

Hvers vegna var ekki hægt að efla hana og færa jafnvel störf frá Reykjavík til Eyja?  Þetta gekk svo langt að hús eins loftskeytamannsins var keypt af hinu opinbera til þess að auðvelda honum flutning frá Eyjum.  Er þetta í lagi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur ríkið ekki verið að skapa skilyrði fyrir stækkun höfuðborgarsvæðisins. Síðan 1997 hefur íbúum þess fjölgað um rúm 27.000. Um 3000 hafa fengið atvinnu í nýjum störfum á vegum hins opinbera og síðan hafa líklega skapast einhver afleidd störf. 

 2955 + (2955 x 1,5 afleidd störf) x 2"fjölskyldustuðull" = 14.775 íbúar

 2955 + (2955 x 2,4 afleidd störf) x 2"fjölskyldustuðull" = 20.094 íbúar

Hvað sem segja má um svona leik að tölum þá er óhætt að segja að ríkið hafi átt talsverðan þátt í þeirri búsetuþróunn sem hefur átt sér stað undanfarin ár. 

VB (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 14:50

2 Smámynd: Sigursveinn

Sæl(l) VB

Þetta er einmitt málið. Hið opinbera hefur ýtt undir þessa þróun og setningar líkt og þetta sé það sama og hafi gerst víða um Evrópu á undanförnum árum eru vinsælar.. líkt og þetta sé lögmál sem verði að ýta undir hér á landi.

Ríkið vill þessa þróun og þess vegna verður manni óglatt þegar stjórnmálamenn fara að tala um byggðarstefnu og að "styrkja byggðir landsins"

Sigursveinn , 13.2.2007 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband