Í gær var umræða um málefni Vestmannaeyja á þingi að frumkvæði Lúðvíks Bergvins. Í sjálfu sér kom ekkert nýtt fram þar en athyglisverð nálgun Lúlla um að gjaldskrárhækkun Herjólfs éti upp ávinning Eyjamanna af matarskattslækkuninni.
Við búum ekki við jafna stöðu, fyrirtæki hér geta ekki keppt við sambærileg fyrirtæki uppi á landi vegna kostnaðar í farmgjöldum. Á sama tíma og Sturla ráðherra segir ekki hægt að hætta við hækkun fargjalda Herjólfs er tekið upp á því að lækka gjaldið í Hvalfjarðagöngin. Hmmm, í hvaða kjördæmi eru göngin aftur?
Annars var ég ánægður að lesa leiðara Moggans í morgun. Þar er tekið undir sjónarmið Eyjamanna um að klára rannsóknir vegna jarðganga. Um sé að ræða slíkt hagsmunamál að það verði að eyða smá fjármunum í að skera úr um það. Heyr, heyr en það vill Sturla ekki. Hann er búinn að ákveða Bakkafjöru og hana nú....
Einn aðal talsmaður jarðganga er Árni Johnsen. Að mínu mati hjálpar það ekki málstaðnum en það á svo sem ekki að skipta höfuðmáli. En gæti verið að afstaða Sturlu til jarðganga litist af afstöðu hans til Árna?
Gjaldskrárhækkun Herjólfs upphefur ávinning af matarskattslækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.2.2007 | 09:12 (breytt kl. 09:13) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.