Hverjir mega hafa skoðun?

Síðustu daga hafa auglýsingar frá aðilum sem eru á móti stórhættulegu kvótakerfi núverandi ríkisstjórnar verið áberandi á öldum ljósvakans. Um leið hafa skæruliðar ríkisstjórnarinnar sett sig í stellingar og hrópað hversu ógeðfelldar auglýsingarnar eru. Allir sem þar koma fram hljóta að vera á launaskrá LÍÚ. Vibbalið...

Hrópherrar Jóhönnu eru duglegir að benda á þetta og setja alla undir sama hatt. Hvort sem um er að ræða verkstjóra í Grindavík eða sjómann að vestan. Allir hljóta þeir/þau að tala máli mafíunnar. Enginn hefur sjálfstæða skoðun .... nema þau.

Einn af þeim sem hefur gengisfellt sig hvað mest þegar kemur að pólitískum skrifum er Illugi Jökulsson. Hann hefur manna harðast gagnrýnt „málþóf“ sjálfstæðisfólks á þingi undanfarna daga. Nýverið var birtur listi yfir lengstu ræður á Alþingi síðustu tvo áratugi. Þingmenn (núverandi og fyrrverandi) Vinstri grænna og Samfylkingar raða sér þar í efstu sætin, töluðu jafnvel í yfir 5 klukkustundir!  Jóhanna forsætisráðherra var í topp 20 með ræðu upp á rúmar 4 klukkustundir. Þetta sýnir þá sorglegu staðreynd að það fólk/flokkar sem hneykslast hvað mest á þeirri „taktík“ sem nú er í gangi er í raun það fólk sem fann upp málþóf. Þá vaknar upp sú spurning hver er sorglegur í þessum efnum?

Nú hefur Illugi skrifað nýja grein til stuðnings „sínu“ fólki en um leið gerir hann lítið úr öðru fólki. Talar um að það jaðri við siðleysi að fólk segi sína skoðun. Hann lætur að því liggja að þeir sem tala hafi ekki sjálfstæða skoðun, heldur sé allt matað ofan í þau. Og jafnvel hefur fólk fengið greitt fyrir að segja það sem sagt er! Um er að ræða kvótafrumvarpið.

Ömurlegt til þess að hugsa að Illugi Jökulsson hafi ekki meiri trú á fólkinu í landinu en svo að fólk þurfi að fá borgað fyrir að tala...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Allir eru skyldugir til að hafa stjórnarskrárvarða lýðræðisskoðun á öllum málefnum þjóðarinnar.

Til að framfylga slíkri skoðun eru rökæður lýðsins nauðsynlegar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2012 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband