Að "leika" sér

Þar sem það er aðeins rúmlega vika í kosningar um breytingar á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins ákvað ég að skrifa örfáar línur um .... fótbolta.

Ég hef verið mjög hugsi yfir viðbrögðum manna vegna fáránlegrar dýfu Luis Suarez í síðasta leik Liverpool. Menn hafa hópast saman í að fordæma þennan knattspyrnumann, kalla hann nöfnum allt frá „svindlarar“ og yfir í „viðbjóð.“

Fótbolti er íþrótt sem gengur að mörgu leyti út á að svindla, eða reyna að svindla. Knattspyrnumaður tæklar annan og vonast til að komast upp með það, mótmælir dómnum jafnvel þó augljóst sé að tæklingin var ólögleg. Þú öskar gult spjald á andstæðinginn fyrir leikaraskap þó augljóst sé að dæma átti vítaspyrnu og þú lyftir upp hendinni og heimtar öll innköst og allar hornspyrnur/markspyrnur sem möguleiki er á.  Öllum finnst það eðlilegt. Í síðustu viku skoraði leikmaður Ipswich mark með því að slá boltann inn og beið aðeins...og þegar dómarinn dæmdi mark þá hljóp hann út að hornfána og fagnaði. Engum þótti það athugavert.

Luis Suarez gerði sig sekan um barnalega hegðun á móti Stoke. En áður en það gerðist hafði hann verið sparkaður niður nokkrum sinnum, trampað á takkaskóm á bringunni á honum og togað í treyjuna til að hægja á honum. En fyrirsagnirnar snérust um leikaraskapinn. Það er í lagi svo sem, enda á svona ekki að sjást. En Gareth Bale frábær leikmaður Tottenham, sem fékk flest gul spjöld fyrir leikaraskap á síðustu leiktíð sýndi svipaða leikhæfileika en það hefur farið fyrir ofan garð og neðan og lítið spjallað um það. Hvers vegna?

Leikaraskapur er því miður partur af fótbolta. Valencia „fiskaði“ ódýra vítaspyrnu á móti Liverpool. Fjölmörg dæmi eru um leikaraskap, hvort sem er hjá leikmönnum Liverpool, Man.Utd., Arsenal, Chelsea eða öðrum liðum. Svo erum við með dæmi um leikmann sem hafa opinberlega viðurkennt að hafa slasað annan leikmann. Það er hörkutól væntanlega...

Annars hef ég stórar áhyggjur af Man.Utd. aðdáendum. Þeir virðast mjög umhugað um Liverpool og láta flest allt sem þar gerist fara í taugarnar á sér. Nú (því miður) er Liverpool ekki sá klúbbur sem þeir þurfa að óttast en það virðist engu máli skipta, þeir (margir hverjir) geta ekki komið Liverpool út úr hausnum á sér.

Annars sá ég flottan lista um daginn um samlíkingu fyrirtækja og fótboltaliða, þ.e. hvaða fyrirtæki líkist mest fótboltaliðinu. Þrennt á listanum fannst mér mjög fyndið:

Liverpool – British Airways (Still popular even though they haven‘t been good since the 80s)

Newcastle – Department of transportation (Handing out long-term contracts without thinking them through)

Norwich – IKEA (Cheap to assemble but won‘t stay up for long)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er það sem gerir fótbolta að mjög leiðinlegri íþrótt: það má ekki bara sparka í mótherjann.

Hugsum okkur ef það væri hluti af íþróttinni: hreinlega væri til þess ætlast að menn spörkuðu í hvorn annan.

Þá fyrst væri eitthvað varið í þetta.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.10.2012 kl. 22:39

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Í öllum flokkum þar sem maðurinn kemur sér fyrir,vegna áhuga og starfa finnast einhverjir sem hafa rangt við,að minnstakosti einu sinni á ævinni. Við erum viðkvæm fyrir okkar klúbbi,en í minni fjölskyldu þar sem flestir eru Manutd.fan,hef ég ekki heyrt neitt frá þeim ljótt um Liverpool,eða hvar værum við ef þeir væru ekki með,syngjandi glaðir.Ég horfi aldrei svo á leik að ekki komi vafa-atriði fyrir eða jafnvel greinilega dæmt rangt. Maður er sár rétt á meðan.Þannig hefði Manutd. verið orðnir meistarar nokkrum leikjum fyrir lok tímabilsins í fyrra ef greinileg mörk og vítaspyrnur hefðu ekki verið tekin frá þeim. En mitt fólk er sanngjarnt og sonur minn sagði við höfum bara líka oft fengið eitthvað á silfurfati,rétt eins og önnur lið. Verst ef tuðað er endalaust á því í blöðum,þá hefur það áhrif á dómara,þeir verða hræddir. Vona að Íslendingar vinni á morgun,þeir bara verða. Ég bíð eftir að við komumst á stórmótin einhverntíma strákarnir eru hreint afbragð. Fyrirgefðu þessa langloku,leiddist og áhvað að láta vaða. Bíð góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 12.10.2012 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband