Langar að byrja að taka það fram að ég hef verið á móti inngöngu í ESB frá upphafi. Hins vegar hef ég líka verið talsmaður þess að við tölum um hlutina af einhverri skynsemi en ekki með upphrópunum og persónulegum níðköstum eins og tíðkast hefur. Ég er þeirrar skoðunar að við séum sirka 30-40 árum á eftir Svíum og Norðmönnum þegar kemur að röksemdarfærslu, debate. Við dettum ennþá alltaf niður í drullupottinn. Látum vaða í manninn, í staðinn fyrir að tækla boltann.
Þó ég sé mótfallinn því að Ísland gangi inn í ESB þá er ég um leið ekki að segja að allt sé helvíti sem kemur frá sambandinu, langt frá því. Ísland mun eignast marga kosti ef það verður niðurstaðan. Við fáum okkar kosti en við þurfum að taka gallana líka. Öll umræða eða komment sem snúa einungis að öðru þessara tveggja er áróður og ber að taka sem slíkri.
Það eru nokkrir hlutir sem munu breytast á Íslandi:
1. Innflutningur Við munum fá meira vöruúrval, einfaldlega vegna þess að tollamúrar munu hverfa. Fleiri vöruflokkar munu vera í boði en það verður okkar (neytenda) að sjá til þess að bestu verðin verða til staðar.
2. Útflutningur Við verðum í verri aðstöðu ef við göngum í ESB. Í dag eigum við góða markaði í Asíu, Rússlandi og víða með okkar fiskafurðir sem við missum ef við göngum í ESB. Samingur við ESB miðast við það að allir aukasamningar detta úr gildi og við göngumst undir þá heildarsamninga sem ESB hefur gert við sömu ríki. (Í sumum tilvikum örugglega betri samningar, í sumum tilvikum lakari).
3. Myntin Við getum í fyrsta lagi eftir 20 ár vonast eftir því að ganga inn í myntbandalagið (skilaboð bæði frá Íslandi og ESB). Ef við göngum inn í ESB þá er líklegt að krónan verði látin fljóta með Evrunni. Það þýðir það að næstu áratugina verðum við sem sömu slöku kjörin eða hvað? (kjörin sem við höfum í dag).
4. Frjálst flæði varðandi vinnu Þetta er kostur sem við höfum í dag í gegnum EES samninginn. Mun eitthvað breytast í þeim efnum?
5. Frjálst flæði fjármagns okkar stærsta vandamál í hruninu. Við gátum ekki stoppað það í hruninu út af EES samningnum, og hefðum ekki haft neinar varnir ef við hefðum verið í ESB.
6. Sameiginlegir dómstólar Ég velti fyrir mér hvort það sé gott eða slæmt? Mismunandi hefðir og fleira gerir það að verkum að við gætum átt erfitt með að kyngja sumum dómum ESB. (þeir eru ráðgefandi í dag vegna EES en ekki fordæmisgefandi).
Örugglega margt annað sem þarf að skoða frá öllum sjónarhornum en lykilatriðið fyrir okkur er að taka ákvörðun eftir yfirvegaða umræðu en ekki sleggjudómakjaftæði ...
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll vertu! Líklga hefur þú fylgst með pistlum í þessi tæpu 4 ár frá hruni. Hér eru mjög margir sem hafa af skrifað öll þessi ár af skynsemi og hógværð. En þegar fólk hefur þurft að verjast í öll þessi ár og meðtekið skítkast frá upphafi um ákveðna menn ljótar teikningar,af virtum stjórnmálamönnum,eins og vampírur,með blóð á vörum þá brestur stundum þolinmæðin. Seinast í gær lét ég Himar nokkurn Jónsson afskiptalausan,eftir eitt grófasta skítkast,sem lengi hefur sést. Þótt ekki sé allt ,,helvíti,, sem frá Esb. kemur (það gagnar austurblokkinni vel,að ég held) þá virðist það bakka upp hverskonar meinbaugi sem þessari stjórn tekur sér fyrir hendur, vitandi allan tímann af þeim fjölda sem er mótfallinn aðild að Esb.
Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2013 kl. 02:42
sammála Sigursveinn. ég væri til í að tala um galla og kosti við inngöngu.
t.d. lyf ekki fáanlegt á Íslandi.
ég er nokkuð viss um að svona fréttir verða úr sögunni þegar við erum komnir í esb
Rafn Guðmundsson, 20.1.2013 kl. 14:15
Mér finnst persónulega að fresta ætti samningsgerðinni um sinn.Það nýjasta sem ég hef frétt í norskum fjölmiðlum er það að Evran gæti mjög hugsanlega liðið undir lok .Vitað er að bretar íhuga úrsögn og fleiri lönd fylgja á eftir ef svo fer.Þessvegna ættum við að bíða og sjá.Annað væri glapræði.En það þarf ekkert endilega að slá þær af.
Jósef Smári Ásmundsson, 20.1.2013 kl. 17:44
Góð eru innleggin frá Helgu og Jósef Smára hér.
En Sigursveinn, gleymirðu ekki einu afar stóru atriði hér?
Allt æðsta löggjafarvald, m.a. í sjávarútvegsmálum, myndi færast í hendur ráðherraráðs ESB í Brussel og (síður þó í sjávarútvegsmálum) ESB-þingsins í Brussel og Strassborg. Og forseti Íslands gæti ekki beitt synjunarvaldi gagnvart neinum löggerningum þaðan; þeir yrðu líka samstundis lög hér, um leið og leið yrðu birtir þar úti. Þykir þér kannski í alvöru rétt að líta fram hjá því, eða gleymdirðu þessu óvart, vinur?
Jón Valur Jensson, 21.1.2013 kl. 00:31
... um leið og þeir yrðu birtir ...
Jón Valur Jensson, 21.1.2013 kl. 00:32
Sæll Jón Valur. Sem Eyjamaður í húð og hár og mikill áhugamaður um sjávarútvegsmál þá verð ég að viðurkenna það að ég gleymdi þessu atriði.
Síðan er líka ágætt að halda því til haga að hér er ekki um samning að ræða, heldur aðlögun og saga Evrópusambandsins segir okkur einfaldlega að undanþágur eru tímabundnar. Nú segja sumir að það skipti engu máli hvort það sé Portúgalskur togari eða Ísfirskur togari að veiða á Íslandsmiðum. Arðurinn skilar sér ekki til þjóðarinnar. Ég tel að það skipti miklu máli, að tekjur og hagnaður fiskvinnslufyrirtækja sem veiða við Íslandsstrendur séu gefnar upp á Íslandi.
Ég er efins um þetta en ég vill að við náum að ræða þetta á þroskaðan hátt, allt of oft lendir umræðan hér á landi í skotgröfum fáránleikans. Fólk einbeitir sér of mikið að þeim persónum sem skrifa, frekar en hvað það er að segja.
Sigursveinn , 23.1.2013 kl. 22:54
Sæl Helga. Jú, ég hef fylgst með pistlum síðustu árin og oft hefur mér blöskrað það sem sagt er um ákveðnar persónur, sama hvar í flokki þær eru. Við höfum öll okkar skoðanir, á mönnum og málefnum en sú umræða sem farið hefur fram (í bloggum og athugasemdum) er okkur öllum til minnkunar. Og fólk er rakkað niður fyrir það eitt að hafa skoðun. Í grunnskólum á Íslandi er unnið eftir ákveðinni formúlu til að reyna að koma í veg fyrir einelti. Ég held að þeir sem eldri eru gætu nú alveg tileinkað sér eitthvað af því.
Sigursveinn , 23.1.2013 kl. 23:03
Sæll Rafn. Lyfjakostnaður er eitt þeirra atriða sem munu líklega verða okkur til hagsbóta ef við færum inn í ESB. Við erum svolítið einangruð þegar kemur að lyfjum og þeim kostnaði sem þeim fylgir. Einfaldlega vegna stöðu okkar. En þá komum við aftur að neytendasjónarmiðum, sem á Íslandi er alls ekki í lagi. Við látum allt yfir okkur ganga, í sumum tilfellum getum við ekki annað en í öðrum tilvikum getum við gert betur.
Sigursveinn , 23.1.2013 kl. 23:50
Þakka þér umræðuna og svörin, Eyjamaður!
Jón Valur Jensson, 25.1.2013 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.