Fór á æsispennandi handboltaleik í gær þar sem ÍBV og Grótta mættust í undanúrslitum bikarsins. Skemmst er frá því að segja að Grótta vann leikinn en það var margt athyglisvert í gangi. ÍBV tefldi fram nýjum leikmanni, skilst að hún sé frá Túrkmenistan en sem betur fer er nafn hennar ekki eins erfitt í framburði og forseta landsins. Frábær leikmaður á ferð en því miður kemur hún heldur seint til landsins fyrir ÍBV enda að litlu að keppa eftir tapið í gær. Eins vakti athygli að 16 ára stelpa, Heiða var í markinu hjá ÍBV stóran hluta leiksins og stóð sig gríðarlega vel.
Það sem var aftur á móti kom mér mest á óvart var að sjá Hlyn Sigmarsson við varamannabekk ÍBV. Fyrr um daginn var hann dæmdur í 2 leikja bann og 100 þúsund króna sekt fyrir brottrekstur í leik ÍBV og Stjörnunnar fyrir skömmu. Líklega var sektin svona há vegna ítrekaðra "brota".
Hlynur hefur gert frábæra hluti fyrir handboltann í Eyjum síðustu ár og þá sérstaklega fyrir kvennahandboltann. Hann hefur aftur á móti átt í miklu stríði við forsvarsmenn HSÍ og kannski sérstaklega dómarapör landsins. Oft á tíðum hefur hann farið vel yfir strikið en á öðrum tímum hefur mér fundist með ólíkindum hvernig komið er fram við hann.
Hlynur hefur verið rekin út úr húsi sem áhorfandi !! Þeir sem einhvern tíma hafa farið á handboltaleiki vita að þar er ýmislegt látið flakka sem ekki er til fyrirmyndar, í hita leiksins. Hins vegar virðist Hlynur hafa svona líka sérstaka rödd að hún sker sig úr og allir dómarar landsins heyra hana. Alla vega hefur honum verið hent út úr húsi fyrir mótmæli við dómara þar sem hann var ekki einu sinni á skýrslu. Eins hef ég séð dómara stoppa leiki til þess að segja honum að setjast, þó helmingur áhorfanda á leiknum standi, þá þurfti hann einn manna að setjast.
Það má auðvitað segja að hann eigi að vera til fyrirmyndar sem forsvarsmaður félagsins en Hlynur Sigmarsson er ekki orðljótasti maðurinn innan handboltahreyfingarinnar en þó sá maður sem fer mest í taugarnar á dómurum. Gæti það verið vegna þess að hann bendir óhikað á það sem miður fer hjá HSÍ. Þola menn þar ekki gagnrýni? HSÍ hefur verið í vandræðum undanfarin ár, deildin hefur drabbast niður hjá körlunum og margar tegundir af Íslandsmóti spilaðar. Þó virðist núverandi fyrirkomulag vera að virka best. Á þessum tíma hefur kvennadeildin verið þannig að tvö til þrjú lið berjast um titilinn ár hvert. Eitt þeirra hefur verið síðustu ár, ÍBV sem hefur lent í 1. eða 2. sæti nánast hvert einasta ár. Hlynur hefur bent á margt undanfarið sem betur má fara hjá HSÍ en uppsker skammir og leikbönn.
Nú síðast fékk hann rautt spjald fyrir að telja í leik gegn Stjörnunni. Auðvitað átti hann að virða þá ákvörðun og yfirgefa varamannabekkinn en hann er þrjóskur og lét ekki segjast. Þess vegna tafðist leikurinn um fimm mínútur. Nú er Hlynur að hætta sem formaður handknattleiksdeildar og það er ekki öfundsvert að fylgja í fótspor hans, ef einhver gerir það. Handboltinn í Eyjum á í talsverðri tilvistarkreppu og þá sérstaklega kvennahandboltinn. Er verjandi að halda úti liði nánast algerlega byggt upp á erlendum leikmönnum?
Flokkur: Íþróttir | 21.2.2007 | 09:07 (breytt kl. 13:14) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.