Í þeim kosningum sem senn fara fram eru ákveðnar línur farnar að myndast varðandi Evrópusambandið. Samfylkingin og Björt framtíð vilja halda aðildarviðræðum gangandi á meðan önnur framboð vilja annað hvort hætta þeim strax eða fara með áframhald viðræðna í þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og Hægri grænir hafa boðað. Reyndar er orðið samningaviðræður í besta falli rangnefni og í versta falli blekking hvað varðar Ísland og Evrópusambandið. Ég hef allavega ekki orðið var við fréttir þess efnis frá Brussell að sambandið hafi breytt lögum sínum til að mæta kröfum Íslands í samningaviðræðunum. Flestir kaflar hafa verið opnaðir og aðeins örfáir eftir þegar ríkisstjórnin ákvað að draga í land í aðlögunarferlinu.
Frjáls verslun
Allir flokkar fyrir komandi kosningar hafa sína stefnu hvað varðar Evrópusambandið en Hægri grænir, flokkur fólksins er eini flokkurinn sem vill líta í báðar áttir í alþjóðasamstarfi. Evrópusambandið er langt í frá eini valmöguleiki okkar. Í raun getur það verið okkur skaðlegt að lokast inni í tollmúrabandalagi Evrópusambandsins. Nýverið var sagt frá fríverslunarsamningi Íslands við Kína, sá samningur félli sjálfkrafa úr gildi ef við göngum inn í ESB, eins og aðrir alþjóðlegir samningar okkar við ríki utan Evrópusambandsins.
Nýja Norðrið
Miklir möguleikar eru að opnast á norðurslóðum og þar eru hagsmunir okkar miklir vegna legu landsins. Lokum ekki á þau tækifæri með því að framselja samningavald okkar til Brussel. Við eigum að stefna að frekari fríverslunarsamningum við lönd vestan Atlantshafsins. Hægri grænir, flokkur fólksins hefur það á stefnu sinni að óska eftir viðræðum við NAFTA ríkin um tvíhliða fríverslunarsamninga. Eins eigum við að horfa til BRIKS landanna, sem eru Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður Afríka. Við erum með EES samninginn sem vissulega þarf að endurskoða en Ísland verður að hafa fleiri möguleika í alþjóðlegu samstarfi en fjarstýring frá Brussel býður upp á. Lítum til beggja átta.
Sigursveinn Þórðarson viðskiptalögfræðingur og oddviti Hægri grænna í Suðurkjördæmi.
(Grein sem birtist í Morgunblaðinu í síðustu viku)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.4.2013 | 08:25 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.