Það hefur bæði verið sorglegt og hlægilegt að fylgjast með umræðum um fyrirhugaða ráðstefnu SnowGathering undanfarna daga. Fólk sem vinnur í klámiðnaðinum ætlaði semsagt að hittast til skrafs og ráðagerða á litla Íslandi nú í mars. Og þjóðin fór á hliðina.
Fólkið ætlaði sér að halda ráðstefnu í bændahöllinni en eru ekki velkomnir þangað lengur. Er úthýst vegna atvinnu sinnar. Ætli gestir hótelsins megi búast við því héðan í frá að atvinna þeirra verði athuguð um leið og pantað er herbergi? Eins er alveg kostulegt að sama hótel og setur sig á þetta háan hest græðir svo peninga á því að selja hótelgestum aðgang að klámefni !! Hvað er að? Þvílík hræsni.
Feministar hafa gengið hart fram í málinu og verið öflugar í baráttu sinni. Hins vegar hefur röksemdarfærsla þeirra verið fyrir neðan allar hellur. Líkja þessu við fíkniefnasmygl og vopnasölu. Segja þetta jafngilda því að fíkniefnasalar hittist og beri saman bækur sínar. Eitt veigamikið atriði gleymist í allri þessari móðursýki. Hvað sem fólki finnst um þennan bransa þá er hann löglegur í þeim löndum sem þetta fólk starfar.
Svo gengu þau enn lengra og ýjuðu að því að mansal væri stundað af þessu fólki. Það er svolítið athyglisvert að hér á landi lýðst það að fólk getur sagt slíka hluti án þess að hafa neitt fyrir sér og komist upp með það. Þarna vantar grimmd í fréttamenn, krefjast sannana, hvað hafa þau fyrir sér í þessu, er rétt að leyfa þeim komast upp með að drulla yfir fólk í nafni kvenfrelsis, femínista eða umhverfissjónarmiða? Nei, fréttamenn eru of kurteisir við suma og grimmdin bitnar á stjórnmálamönnum...
Mér sýnist mikið af því fólki sem nú fagnar því að hætt hafi verið við klámráðstefnuna sé það sama og náði ekki upp í nef sér út af framkomu íslenskra stjórnvalda vegna komu Falung Gong á sínum tíma. Ég veit að það er ekki hægt að líkja þessu saman en grundvallaratriðið er það sama. Eigum við að fara í það að flokka út það fólk sem okkur er samboðið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.2.2007 | 08:50 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vegið að málfrelsi og tjáningarfrelsi, til hamingju ísland!
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 08:53
Af hverju set ég alltaf samasemmerki við rauðsokkur, umhvefissinna og Vinstri græna? skil þetta bara ekki.
Mér finnst eins og Steingrímur J og Kolbrún Halldórs eigi einhvern þátt í þessu öllu saman.
Ég er klár á því að þetta sama fólk og unnið hefur hörðum höndum við að slátra þessari ráðstefnu er það fólk sem árlega fer til Amsterdam í þeim tilgangi að geta kveikt sér í einni feitri löglega og browsað klámbúllurnar í leiðinni.
Grétar Ómarsson, 23.2.2007 kl. 14:22
Sammála þessum pistli. Múgsefjun er aldrei af hinu góða. Einhversstaðar var kippt í spotta. Og sennilega slitnuðu spottarnir, og ég hygg að forkólfar þessarar aðfarar séu ekki búnir að bíta úr nálinni með þetta. Hef grun um að þarna sé um langtíma verkanir að ræða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2007 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.