Eru fáir sjónvarpsvænir álitsgjafar á Íslandi í dag?

Horfði á Silfur Egils í gær þar sem helst bar til tíðinda að Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður og varaþingmaður sagði sig úr Samfylkingunni í beinni.  Það virðist vera orðin hefð fyrir því að segja sig úr Samfylkingunni hjá Agli en nýverið gerði Valdimar Leó þingmaður það líka og gaf Agli barmmerkið sitt við það tilefni.

Athyglisvert með hann Jakob, hann hefur farið í nokkur prófkjör og ekkert gengið hjá Samfylkingunni, nú líður honum allt í einu illa í flokknum. Segist hafa þurft að fylgja flokkslínunni í atkvæðagreiðslu í eina skiptið sem hann settist á þing. Greiddi atkvæði gegn skattalækkunum og leið illa. Samt fór hann í prófkjör fyrir flokkinn fyrir nokkrum mánuðum síðan, tveimur árum eftir sálarkreppuna ógurlegu á Alþingi.  Einhvern veginn hefur mér fundist meira framboð en eftirspurn eftir Jakobi Frímann undanfarið, spurning hvar hann endar í ár?

Silfur Egils er að flestu leyti afskaplega góður sjónvarpsþáttur en þó er mér farið að leiðast að sjá þarna sömu andlitin sunnudag eftir sunnudag. Ég trúi ekki öðru en það séu til fleiri sem hægt væri að bjóða í þáttinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband