Athyglisverð bloggfærsla

Vinur minn Grétar Ómarsson skrifar athyglisverða bloggfærslu um læti innan grunnskólans hér í Eyjum. Hann er stórorður og talar um að verið sé að bola föður hans, ritstjóra Frétta úr starfi vegna skrifa hans og vegna þess að birt var bréf frá krökkunum á síðum Frétta en ekkert nafn undir. 

Ég vann í tæp sex ár á Fréttum og veit að það var regla að birta ekki bréf nema viðkomandi var tilbúinn að skrifa undir það.  Reyndar fengum við oft góðar fréttir upp úr slíkum bréfum því þó þau voru ekki birt þá var fréttapunktur í þeim sem við eltum. Ómar ritstjóri skýrir það mjög vel í síðustu fréttum hvers vegna þessi regla var brotin. Það átti að vinna frétt upp úr þessu en það vannst ekki tími og því ákvað hann að birta greinina. Hann segir líka að það gæti vel verið rangt hjá honum...

En er málinu þar með lokið?  Það virðist ekki vera, alla vega miðað við bloggið hans Grétars. En er ekki grafalvarlegt mál ef kennari ýtir nemanda niður tröppur?  Er það ekki ákveðinn fréttapunktur?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisverður pistill hjá Grétari og margt þar sem vert er að stinga á - verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í þessu máli. Er fólk alveg að missa sig þarna - kom inn í Barnaskóla um daginn nokkrum tímum fyrir árshátíðina þar ljómaði aldeilis mannskapurinn og tilhlökkunin skein úr hverju andliti -synd ef að svo hefur kastast í kekki - hef reyndar ekki heyrt af þessu fyrr en núna - ætla ða leita mér upplýsinga um þetta

Gilli Foster (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 13:52

2 Smámynd: Grétar Ómarsson

Sæll Svenni, Þú talar um alvarleika nemandans sem hrinnt var niður tröppurnar, ég get tekið undir að það er alvarlegt, en eineltið sem ég hef upplifað í garð föður míns er mun alvarlegra að mínu mati, þarna taka ónefndir kennarar sig saman og beinlínis aflífa hann í beinni, þetta er eitt að því ógéðslegasta athæfi sem ég hef upplifað, og mynnist ég þess hvernig ónefndir bæjarfulltrúar okkar sveitafélags fengu á baukinn frá kennurum þegar ákveðið var að gera breytingu innan menntageirans í Vestmannaeyjum í fyrra.

 Hefur eitthvað breyst síðan þá, mér sýnist ekki.

Eru börnin okkar óhult innan um þetta fólk? Ég efa það stórlega og skilst mér að kennararnir séu búnir að komast að því hver skrifaði nafnlausa bréfið fræga, ég dauðvorkenni þeim einstaklingum sem eiga einhvern þátt í því.

Ég mun halda áfram að upplýsa hvernig tekið verður á þessu máli og hvort ég og fjölskyldan mín eigum ekki eftir að verða fyrir barðinu á ónefndum einstaklinum innan menntageirans hér í Eyjum.

Þetta mál varðar ekki bara stöðu Pabba sem ritstjóra Frétta heldur ristir þetta mál dýpra en það, hann hefur eignast fylkingu óvina, það er eitthvað sem fáir vilja eiga yfir höfði sér, sennilega verður sömu sögu að segja um mig eftir skrif mín á blogginu mínu. 

Grétar Ómarsson, 12.3.2007 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband