Ég hef verið svolítið hugsi undanfarið yfir þeim fréttum sem berast úr skoðanakönnunum. Útlit er fyrir vinstri stjórn í sumar og þá undir forystu VG. Steingrímur Joð yrði forsætisráðherra.
Nú er ekki svo að ég telji hann ekki hæfan í þá stöðu. Þvert á móti, Steingrímur Joð er einn af reynslumestu stjórnmálamönnum okkar Íslendinga. Hann hefur einu sinni verið í ríkisstjórn, sat sem landbúnaðar- og samgönguráðherra. Þá var meðal annars tekin ákvörðun um byggingu nýs Herjólfs.
Hins vegar óttast ég þær skoðanir sem VG stendur fyrir. Grínlaust þá óttast ég þá öfgastefnu sem boðuð er. Bæði í umhverfismálum sem VG hefur tekið forystu í. Nú skal stoppa framkvæmdir og njóta þess að vera úti í náttúrunni. Þeir hafa meðbyr í umhverfismálum og má þakka þeim málaflokki hversu sterkur flokkurinn er.
Þær leiðir sem VG hefur boðað í jafnréttismálum hræða mig líka. Lögbinda jafna setu í stjórnum og fikta í lýðræðinu með því að setja í lög að jafnmargar konur og karlar sitji á þingi. Þetta eru öfgasjónarmið sem eiga engan veginn upp á pallborðið hjá mér. Raunar hefur mér fundist í mörgum tilvikum jafnréttisbaráttan farin að snúast upp í andhverfu sína og oft hreinlega verið að níðast á kynbræðrum mínum en kannski meira um það seinna.
Ögmundur vill bankanna úr landi. Alla vega væri honum slétt sama ef það yrði niðurstaðan. Steingrímur Joð vill netlöggu til að fylgjast með hvaða heimasíður íslenskir netnotendur heimsækja.
Ég veit hreinlega ekki hvernig ríkisstjórn væri best fyrir Íslendinga í dag. Kannski samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Alla vega betri kostur en kaffibandalagið. Þá væru ekki bara öfgasjónarmið í umhverfis,- jafnréttis og öryggismálum. Nei, þá bættust við öfgasjónarmið Frjálslynda í innflytjendamálum.
Nei takk.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | 19.3.2007 | 09:26 (breytt kl. 10:54) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.