Metnaðurinn að aukast?

Jæja, loks þegar maður hefur náð að jafna sig á ósanngjörnu tapi minna manna í Aþenu í síðustu viku getur maður litið til næsta tímabils. Síðustu ár hafa Liverpool aðdáendur eins og ég hlakkað til sumarsins, vissir um að nú sé tími stórveldisins runnin upp og ekkert keypt nema stórstjörnur. 

Veruleikinn er hins vegar sá að Liverpool hefur ekki getað keppt við stærstu klúbba Evrópu um bestu leikmennina og því fengið það "næstbesta" eða þannig. Eftir kaup Ameríkananna á klúbbnum gætu hlutirnir breyst. Alla vega virðist Liverpool ætla að keppa um knattspyrnumann ársins í frönsku deildinni, Florent Malouda. 

Kannski er okkar tími kominn (eins og Jóhönnu?)

 


mbl.is Benítez sagður ætla að bjóða í Malouda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband