Mannvonska fyrir austan

Þessar fréttir af aðbúnaði Portúgala á Kárahnjúkum hafa ollið mér hugarangri.  Erum við virkilega að styðja við bakið á fyrirtæki sem stundar það að mismuna fólki eftir þjóðerni? Að Ítalir séu merkilegri pappír en Portúgalar? Að Íslendingar hafi meiri rétt en Kínverjar sem hér vinna?

Þetta kemur manni svo sem ekki í opna skjöldu en íslensk yfirvöld ættu að vera löngu búnir að koma í veg fyrir slíkt. Vísbendingar hafa verið til staðar. Það hefur vantað aðgerðir.

Ég hef alla tíð stutt uppbyggingu fyrir austan og hef gefið lítið fyrir umhverfissjónarmið enda tel ég þau lítilvæg við hliðina á mikilvægi uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Við lifum jú ekki á því að horfa á fjöllin eða tína fjallagrös. Hins vegar hljótum við að spyrja hvort Ísland vilji vera þekkt fyrir að leyfa fyrirtækjum að níðast á starfsmönnum sínum.  Nei, nú vantar aðgerðir.  


mbl.is „Vildi ekki leika hetju"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband