Enn von fyrir reykingamenn

Ég reyki og hef stundað þann ósóma allt of lengi. Á morgun verður bannað að reykja á veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi. Ég held að það muni ekkert trufla mig of mikið í sjálfu sér. Ég óttast bara hvað fylgir í kjölfarið.  Verður bannað að reykja á opinberum vettvangi? Úti á götu?

Hef alltaf verið svolítið skeptískur á boð og bönn. Af hverju mega veitingamenn ekki gefa sig út fyrir að vera reyk/ eða reyklausir staðir? Val þess sem leggur sitt undir. Sína peninga? Svona bann er svolítið kommúnískt í eðli sínu. Ríkið veit best hvað þegnunum er fyrir bestu...

En danski uppfinningamaðurinn er kannski að redda Kormák og félögum í veitingabransanum. Það er varla hægt að banna reyklausar sígarettur? 


mbl.is Reyklausar sígarettur væntanlegar í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband