Varúð!!!

Þetta eru slæmar fréttir fyrir Eyjamenn. Að Guðmundur ætli sér að yfirtaka rekstur Vinnslustöðvarinnar er stórhættulegt fyrir atvinnumál í Eyjum. Það muna allir hvernig fór fyrir Útgerðarfélag Akureyrar. Slíkt hið sama má ekki gerast í Eyjum. 

Nú vona ég að Binni og félagar spyrni við fótum og klári málið þó vissulega sé erfitt að standast slíkt risatilboð. Ef forræði Vinnslustöðvarinnar fer frá Eyjum mun þetta samfélag sem byggir svo mikið á sjávarútvegi veikjast mjög.

Svipuð staða kom upp fyrir nokkrum árum þegar aðilar tengdu olíufélagi í samráðsgeiranum reyndu að ná yfirtökum í Vinnslustöðinni. Þá kom hópur Eyjamanna og lagði umtalsverða fjármuni í félagið til að halda forræðinu í Eyjum. Sami hópur og nú hefur gert yfirtökutilboð í félagið.

Nú reynir á ...  


mbl.is Leggja fram 85% hærra tilboð í Vinnslustöðina en heimamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Og hvað kom fyrir á Akureyri? Kannski opnaði hann saltfiskverkun á Raufarhöfn til að styrkja atvinnulíf fyrir norðan? 

Eða hefur hann lokað allri vinnslu fyrir norðan? 

Fannar frá Rifi, 31.5.2007 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband