Það er gömul saga og ný að menn reyna að klóra yfir eigið klúður með því að benda á aðra. Svo virðist vera raunin varðandi William Gaillard talsmann UEFA. Hann sagði að stuðningsmenn Liverpool væru þeir verstu í Evrópu eftir öryggisklúður sambandsins í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Fjöldi stuðningsmanna félagsins fór til Aþenu með miða en komust síðan ekki inn. Auðvitað urðu þeir illir yfir slíku og ekki bætti úr skák viðbrögð lögreglunnar sem réðist að fólkinu með kylfum. Það er staðreynd að mun fleiri aðdáendur ferðast með enskum liðum í Evrópukeppni en liðum frá öðrum þjóðum. Hvort lið fékk 17 þúsund miða á leikinn. Miðar Liverpool kláruðust strax en AC Milan náði ekki að selja nema hluta af þessum miðum. Liverpool fór fram á að fá fleiri miða en var neitað. Hvers vegna?
Nú er Platini að reyna að draga til baka fyrri yfirlýsingar sambandsins sem hann stjórnar. Þetta er algjört klúður hjá sambandinu.
Ætli Gaillard hafi heyrt minnst á smjörklípuaðferðina?
Platini dregur til baka yfirlýsingar um stuðningsmenn Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.