Mér brá heldur í brún áðan þegar ég las Fréttir. Þar var grein eftir Önnu Rós Hallgrímsdóttur þar sem hún ber saman leikskólagjöld í Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu. Ég vissi að við værum að borga meira en fyrr má heldur betur fyrr vera.
Hún segir í greininni að það kosti Eyjamann 37.640 krónur að vista barn í 8 tíma með mat. Reykvíkingur þarf að borga 20.150. Þarna munar 17.490 krónum á mánuði!! Það er kannski ekki sanngjarnt að miða við höfuðborgina og því skulum við nýta tölurnar úr grein Önnu til að sjá muninn miðað við Árborg. Þar kostar vistuninn 25.749. Enn munar 11.891 krónu fjölskyldufólki í Vestmannaeyjum í óhag.
Þessi munur er hróplegur og ekki bjóðandi okkur Eyjamönnum. Hvaða skilaboð er bæjarstjórn Vestmannaeyja að senda fólki sem hingað vill koma? Síðasta vetur borguðum við hjónin 33 þúsund fyrir vistun, fyrst á Rauðagerði og svo á Sóla. Hvenær kom þessi hækkun og hvar var hún kynnt?
Það hefur verið meginmarkmið núverandi bæjarstjórn að snúa við byggðarþróun. Ég get lofað því að þetta er ekki rétt leið til þess. Þetta er ekki hvatning fyrir fjölskyldufólk að flytja til Eyja.
Það væri athyglisvert að fá svar við því hvers vegna það er svona miklu dýrara að reka leikskóla í Vestmannaeyjum en í öðrum sveitarfélögum?
Er ekki kominn tími til að leiðrétta þetta?
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svenni, af hverju er ekki sanngjarnt að miða verðmuninn við höfuðborgina?.
Gæti verið að leiga fasteignar á nýja leikskólanum sé himinhá?.
Grétar Ómarsson, 22.8.2007 kl. 23:18
Grétar, þær eru eflaust fleiri en ein. Ég get ímyndað mér að tekjur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu séu hærri, t.d. vegna endalausrar sölu lóða á "góðum" prís. Einnig hafa stór fyrirtæki séð sér hag í því að koma að uppbyggingu félagsþjónustu í kringum stærstu bækistöðvar sínar til að laða að starfsfólk.
Ég er hins vegar sammála því að leikskólagjöldin eru of há hér í Eyjum
Kveðja,
Arnsteinn
Arnsteinn (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.