Skólasetning í Grunnskóla Vestmannaeyja var í dag. Nú er búið að sameina skólanna og yngri börnin eru í Hamarskólanum og þau eldri í Barnaskólanum. Félagi minn, Grétar hefur verið að setja út á að ekki sé boðið upp á skólabíl. Sjálfur bý ég (enn) í austurbænum og sonur minn fer í Hamarskólann. Ég bý aðeins lengra frá skólanum en Grétar. Þetta er annað árið hjá syni mínum í Hamarskólanum og verð ég að viðurkenna að við skutluðum honum í skólann hvern einasta morgun í fyrra. Ég býst við að svo verði líka núna. Kannski eru ekki allir með aðstöðu til þess en ég tel aftur á móti að vegalengdin sé ekki svo mikil að það þurfi að reka skólabíl. Það eru jákvæðir póstar við flutninginn líka. Núna þurfa börnin ekki að fara yfir mikla umferðargötu á leið sinni í Íþróttamiðstöðina og miðað við stundartöflu peyjans þá eru þær ferðir sex til níu á viku. Alveg eftir því í hvaða íþróttum hann verður. Mér líður betur að vita af honum í nálægð við Íþróttamiðstöðina upp í Hamarskóla en að þurfa að fara yfir til að mynda Heiðarveginn á leið sinni þangað þetta oft. (Allt að átján sinnum í viku, fram og til baka)
Hins vegar halda bæjaryfirvöld í Eyjum áfram að valda mér vonbrigðum í sínu þjónustuhlutverki. Þrátt fyrir augljósan sparnað í rekstri leikskólanna með sameiningu tveggja skóla undir nýjan Sóla hækka leikskólagjöld. Ekki þarf bærinn að hafa áhyggjur af byggingakostnaðinum, það var Fasteign hf. sem byggði. En engar skýringar liggja fyrir og á meðan dregst bærin aftur úr í baráttunni um fjölskyldufólk.
Svo kom að Grunnskóla Vestmannaeyja. Ákveðið hefur verið að samtvinna rekstur skóladagheimilisins og Athvarfsins. Verður börnunum komið fyrir upp í Þórsheimili. Mun þetta reynast vel? Athvarfið er eins og nafnið gefur til kynna athvarf fyrir börn frá 6-12 ára aldurs. Þetta eru börn sem eiga félagslega erfitt. Þarna er verið að reyna að bæta andlega og líkamlega líðan þeirra. Þetta er athvarf - frá hinu daglega. Og nú á að setja börnin sem þau eru með allan daginn í skólanum með þeim í "athvarfið" Hvernig fer það? Í þokkabót hækka dagvistunargjöldin...
Jæja, nóg með það. Aðalatriði óánægju minnar snýr af þeirri bráðabirgðarlausn sem kynnt var á síðasta ári og snýr að mati barnanna. Sú bráðabirgðarlausn virðist nú orðin af langtímalausn. Það er með öllu hundsuð tilmæli Manneldisráðs um hollustu í skólum landsins. Börnunum er gefið jógúrt og brauð og rukkað fyrir það 40 þúsund krónur á barn. Því var lofað á síðasta ári að úr þessu yrði bætt, fyrst fyrir jól og svo fyrir næsta skólaár. Nú er ljóst að ekkert verður gert, nema að starfsfólkið í skólunum smyr ofan í börnin í staðinn fyrir að kaupa þetta út. Gott ef það verður ekki kakósúpa einu sinni í viku.
Svo þegar ég hef gagnrýnt þetta, þá hefur ein ástæðan sem dregin hefur verið fram að ekki sé hægt að bjóða upp á neitt betra þar sem svo fáir nýti sér þjónustuna. Er það ekki svipað og kokkurinn sem var búinn að vera með sama matseðilinn í fimmtán ár myndi segja: "Það tekur því ekki að skipta um, það kemur hvort sem er aldrei neinn hingað"
Eins og ég hef verið hrifinn af frammistöðu Elliða og félaga í málefnum sem snúa að ímynd Vestmannaeyja út á við og í baráttunni í samgöngumálum þá hafa þeir alveg brugðist í félagsmálum. Það vantar mikið upp á. Við höfum séð fram á fækkun í bænum enn eitt árið og í staðinn fyrir að henda fram einhverju jákvæðu eru gjöldin hækkuð.
Í bæjarfélagi sem hefur útsvarið í botni.
Flokkur: Bloggar | 23.8.2007 | 21:26 (breytt kl. 21:28) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 779
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.