Þetta líkar mér !!

Nú líst mér vel á sjömenningana í bæjarstjórn. Þrjár tillögur sem eyjafréttir gera skil í dag verða teknar fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Væntanlega munu þær allar verða samþykktar og ég er viss um að það verður 7:0 í öll skiptin.  Það er af sem áður var í bæjarstjórn Vestmannaeyja Grin

Til að byrja með fagna ég vel og innilega lækkun leikskólagjalda. Leikskólagjöld í Eyjum eru með þeim hæstu á landinu en með þessari breytingu lagast hlutfallið verulega. Þetta er líka stórt stökk. 18,3% lækkun. Það hefðu einhverjir tekið þetta í smærri skrefum. Gott mál. Hrós hrós ...

Svo á að reisa knattspyrnuhús. Það líst mér líka mjög vel á enda hafa Eyjamenn dregist aftur úr á undanförnum árum þegar kemur að æfingaaðstöðu. Það eru ekki mörg ár síðan lið ofan af landi öfunduðu félagsmenn ÍBV af aðstöðunni sem hér var. Nú eru flest stærri bæjarfélög komin með slík hús og ekki eftir neinu að bíða hjá bæjaryfirvöldum. Aftur, hrós hrós...

Ég er nú enginn fastagestur í Íþróttahúsinu og dýfi sjaldan fæti í sundlaugina okkar góðu. Reyndar alltof sjaldan. En nú á að bæta útiaðstöðuna. Líklega koma fyrir flottri rennibraut og fleira í þeim dúr. Kannski sonurinn nái þá að draga pabba oftar í laugina. Aldrei að vita. Enn og aftur, hrós hrós ...

Bæjaryfirvöld hafa líklega lengi legið yfir því hvað skyldi gera við hluta af þeim peningum sem fengust fyrir hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja. Niðurstaðan var greinilega sú að eyða þeim í bæjarbúa. í þjónustuna. Það er flott.

Hrós og aftur hrós...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband