Það er athyglisvert að áður en framkvæmdir hefjast við Bakkafjöru skuli vera búið að fresta því hvenær siglingar ferjunnar skuli hefjast. Er það ekki svolítið bagalegt að tafir verði á framkvæmd áður en hún hefst?
Ég hef séð á bloggsíðum tveggja Eyjamanna könnun þar sem spurt er um afstöðu fólks til Bakkafjöru. Á síðu Grétars Ómars, er spurt hvort ferjulægi við Bakkafjöru sé góður kostur. Tæplega 65% segja svo sé. 31% vilja nýtt og hraðskreiðara skip. Sjálfur hefur Grétar frekar talað fyrir Bakkafjöru en á móti.
Aftur á móti er Georg Arnarsson formaður bæjarmálafélags Frjálslynda hér í bæ einnig með bloggsíðu og spurningu um Bakkafjöru. Þar er einfaldlega spurt: Bakkafjara, já eða nei? Þar segja tæp 48% já, rúm 52% nei. Sjálfur finnur Georg Bakkafjöru allt til foráttu.
Athyglisvert hvernig þetta skiptist. Sjálfur hef ég ekki orðið var við mikil mótmæli vegna Bakkafjöru.
Fólk virðist treysta vísindamönnunum...
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælir
Íslendingar eru nú ekki fyrir mótmæli en margir hafa bent á ókosti o.f.l við Bakkafjöru. Annars náði ég ekki kommenta á greinina þína á samgönguvefnum en mig langaði að segja að loksins erum við sammála. Það er ekki hægt að hætta við Bakkafjöru upp úr þessu en komum umræðu af stað um hvernig hægt er að gera þetta vel. Það er allt of mörgum spurning ósvarað burtséð frá hvað vísindamennirnir segja.
Siggi Vídó, 10.10.2007 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.