Margar spurningar vakna

Þetta eru stór tíðindi úr borginni. Reyndar virðist alltaf einhver krísa vera á sveitarstjórnarstiginu. Við Eyjamenn fengum okkar skerf á síðasta kjörtímabili þar sem þrír meirihlutar voru myndaðir. Árborgarfólk var í vandræðum framan af og nú er það Reykjavík. En það hljóta að vakna margar spurningar í kjölfar þessa máls. 

1. Hvaða hagsmuni er Björn Ingi að verja í þessu REI máli?

2. Er honum stætt enn í borgarstjórn miðað við þá gagnrýni sem á hann hefur dunið af núverandi samstarfsaðilum?

3. Hefur Svandís Svavarsdóttir skipt um skoðun síðan í fyrradag þegar hún sagði að Björn Ingi og Vilhjálmur ættu að víkja úr borgarstjórn?

4. Hefur Dagur kokgleypt sína sannfæringu í mörgum málum sem hann hefur gagnrýnt Framsókn fyrir það sem af er þessu kjörtímabili fyrir borgarstjórastólinn?

5. Er tími Vilhjálms liðinn. Verður hann ekki að víkja sem leiðtogi sjálfstæðismanna. Rúinn trausti borgarbúa?

Já, þetta er athyglisverð staða sem upp er kominn. R-listinn endurvakinn með aðkomu F-listans. 

Spái þessu samstarfi ekki langlífi. 


mbl.is Vilhjálmur: Ákvörðun Björns Inga um samstarfsslit fyrirvaralaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já alveg finnst mér þetta makalegt þegar að einhver einn aðili sem er með örfá atkvæði á bakvið sig skuli alltaf geta haldið öllu í gíslingu eins og Björn er að gera núna og Andrés bakari gerði hérna í eyjum á síðasta kjörtímabili, en er alveg sammála þér með það að ég held að þetta samstarf verði ekki langlíft og +otrúlegt hvað pólitíkusar eru fljótir að fyrirgefa ef þeim er boðið laun samanber Dag og Co.

Hjölli (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 22:22

2 identicon

þar sem stendur laun á að sjálfsögðu að standa völd, það er greinilega komið framyfir háttatíma hjá mér :D

Hjölli (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband