(Spillingar)bræla yfir borginni?

Það hefur verið mjög athyglisvert að fylgjast með framvindu mála í höfuðborginni undanfarna daga. Ég verð að viðurkenna að mér finnst málið lykta af spillingu og valdagræðgi. 

Fyrir það fyrsta er með ólíkindum hvernig Björn Ingi hefur sloppið við gagnrýnar spurningar fjölmiðla. Hvert var hlutverk hans í þessu REI máli. Vissi hann meira en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins? Hélt hann því leyndu? Það eru þungar ásakanir fólgnar í orðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að hann sé að gæta hagsmuna peningamanna sem tengdir eru Framsóknarflokknum. Björn Ingi getur ekki afgreitt það sem persónulega árás á sig og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða að skýra sitt mál betur.

Hins vegar finnst mér Dagur borgarstjóri, Svandís og Margrét koma út sem valdagráðugir stjórnmálamenn. Hvers vegna?  Jú, þetta fólk hefur mismunandi áherslur í sinni pólitík. Það gefur auga leið, annars væru þau öll í sama flokknum! En ekki hefur verið rætt um eitt einasta málefni. Eina sem samstarfið gengur út á er að skipta með sér verkum. 

Reyndar er Margrét munaðarlaus og þarf bara að fylgja sinni eigin sannfæringu en Dagur tilheyrir Samfylkingunni, Svandís VG og Björn Ingi framsókn.  Þetta eru þrír gjörólíkir flokkar með þrjár gjörólíkar áherslur í stóru málunum.

Er afstaða VG til virkjanamála sú hin sama og Samfylkingarinnar? Nei, heldur betur ekki.  Hvað þá að Svandís og Björn Ingi nái saman í þeim málum.

Eru sömu áherslur hjá þessum þremur flokkum í samgöngumálum?  Hafa VG, Frjálslyndir (Margrét), Samfylkingin og Framsókn sömu afstöðu til flugvallarins?  Það er það mál sem Dagur hefur lagt áherslu á...það er honum hjartans mál að koma flugvellinum í burtu.

Eina sem þetta fólk er sammála um er að Dagur verði borgarstjóri, Svandís hans pólitíski staðgengill, Margrét forseti borgarstjórnar og Björn Ingi heldur formanni bæjarráðs. Þetta er sami Björn Ingi og Svandís vildi að segði af sér fyrir nokkrum dögum síðan.  

En þegar öllu er á botninn hvolft geta sjálfstæðismenn í borginni kennt sjálfum sér um. Þau klúðruðu þessu algjörlega, með barnslegri trú á samstarfsaðilann og klofning innan eigin raða.

Nú eru tveir "sólóistar" í borgarstjórn, sem halda samstarfinu í gíslingu. Margrét Sverris gæti út af einu prinsipp máli labbað út og eins gæti, þó ólíklegt sé Björn Ingi slitið þessu samstarfi líka. 

Kannski til að verja einhverja sérhagsmuni...hver veit 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki séð Svenni minn hvað af þessu liði er sannsögult.Ég kýs að kalla þetta lið á meðan að á þessum farsa stendur.Það getur svo sem verið að þessi samsuða 4 flokka meirihluta sé glataður,en ég get bara ekki séð annað en að íhaldið sé stærsti kommúnistaflokkur landsins.Einkavæða þetta,græða þetta á þessu,ekki má hækka laun þeirra sem hugsa um börn og gamalmenni.Sjálfsagt að offra peningum í áhættuspil.Þeir mundu einkavæða ömmu sína ef þeir sæju einhvern hagnað af því.

RagnaB (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband