Hún er athyglisverð auglýsingin frá Ríkiskaupum í Morgunblaðinu í dag. Þar er auglýst eftir þátttakendum í lokað útboð vegna reksturs ferjusiglinga milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru.
Það eru einkum tvö atriði sem ég staldra við. Annars vegar að ferjan eigi að vera í eigu bjóðanda. Þ.e. segjum, ef Samskip og Eimskip bjóði í reksturinn, sá sem er lægri lætur smíða ferjuna og rekur hana á siglingaleiðinni. Hitt er samningstíminn. Það á að semja til 15 ára.
Er ekki svolítið gróft að binda sig við sama aðilann til 15 ára? Og hvaða djók er það að ríkið ætli ekki að eiga ferjuna? Þetta þykir mér ansi slæmar fréttir. Ekkert af þessu hefur verið rætt fyrir opnum tjöldum, auglýsingunni er lætt inn í Moggann og allt í einu er farið að tala um 15 ára samningstíma og að rekstraraðilinn eigi skipið.
Fimmtán ár er langur tími, það er fimm árum styttra en Björn Ingi og félagar eru búnir að binda Orkuveituna í Reykjavík...
Var fundurinn löglegur?
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 779
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Akkúrat Sigursveinn þeir vilja auðvita ekki hlusta á raddir fólksins hvað þá okkar, það á ekki að einkavæða samgöngur á sjó eða landi.
Helgi Þór Gunnarsson, 15.10.2007 kl. 00:42
Akkurat það sem ég hugsaði þegar ég las auglýsinguna... 15 ár og ferjan í eign rekstraraðilans... einhvern vegin finnst mér þetta ekki það sem við þurfum!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 15.10.2007 kl. 15:08
Finnst þetta algerlega óviðunandi að eigi að semja til 15 ára og ferjan eigi að vera í eigu þeirra sem reka hana. Finnst megn skítalykt af málinu og hvað heyrist í bæjarstjóranum núna ? Ætla þeir ekkert að mótmæla þessu fyrirkomulagi?
Hjölli (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 19:50
Þetta er út í hött. Þótt ég hafi nú margt bent á varðandi Bakkafjöru þá gat mér aldrei látið mér detta í hug þessi staða. Hvernig eru útboðsgögnin ? Er eitthvað um stærð og gerð skipsins ? Fjölda ferða o.f.l Hvar er bæjarstjórnin og er þetta kannski í samráði við hana ?
Siggi Vídó, 17.10.2007 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.