Auglýsing Ríkiskaups í Mogganum á sunnudaginn hefur vakið mikla athygli hér í Eyjum. Sumir vilja meina að það hafi alltaf legið fyrir að rekstraraðilinn ætti skipið. Því héldu þeir félagar, Egill Arngríms og Jenni fram í spjallinu á dekkjaverkstæðinu hjá Magga Braga í gær. Þar var einnig Stebbi Jónasar sem kom alveg af fjöllum eins og ég. Gaman að heyra í fólki, hvort það hafi vitað þetta eða ekki. Þetta hefur alla vega farið illilega fram hjá mér...og reyndar fleirum sem ég hef rætt við.
En ef þetta hefur alltaf legið fyrir hvernig stendur þá á því að bæjaryfirvöld í Eyjum eru ekki búinn að mótmæla þessu? Það er nógu slæmt að einkaaðili reki þjóðveginn okkar en það er nýmæli á Íslandi að einkaaðili EIGI þjóðveginn.
Svo er það skipið. Í auglýsingunni stendur að það eigi að lágmarki að taka 45 bíla og 250 farþega. Er reiknað með plássi fyrir gámanna eða eru þeir metnir sem bílgildi? Þ.e. er einn gámur sama og þrír fjóri bílar? Þetta er lágmarksstærðin, sú sama og útreikningar Siglingastofnunar hafa miðast við. Það var alltaf sagt þegar menn voru að mótmæla stærðinni á skipinu. Verið róleg, þetta er líkanið en svo verður gerð þarfagreining og skipið verður eins stórt og Eyjamenn þurfa. Annað sem hefur greinilega farið fram hjá mér, hvenær var þessi þarfagreining gerð? Ef ekki er búið að gera hana, væri ekki rétt að klára það áður en útboðsmál fara í gang?
Og hvað getur skipið hugsanlega verið stórt miðað við höfnina sem á að byggja?
Ég tel þetta nýjasta útspil ríkisins köld vatnsgusa framan í Eyjamenn. Það skiptir greinilega engu máli hver situr í stól samgönguráðherra. Þetta eru sömu hrokavinnubrögðin og við kynntumst þegar Sturla var ráðherra. Ykkur kemur þetta ekkert við, sjónarmiðið.
Hvað segir það okkur? Ráðherrann stjórnar ekkert málum, það eru starfsmenn Vegagerðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.10.2007 | 10:43 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 779
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sveinn, nei ég man ekki eftir því að það hafi verið talað um að sami rekstraraðili eigi og reki skipið. svo verða þessi vinnubrögð alltaf hjá pólitíkusum því þeir ráða ekki neitt, það eru fjármagneigendur sem ráða öllu hér á landi.
Helgi Þór Gunnarsson, 17.10.2007 kl. 21:03
Spurning hvort Sundabrautin verði einkavædd þegar þeirri framkvæmd verður lokið, mæli með því að Steini og Olli bjóði í verkefnið og setji upp vegatálma þegar þeir hafa lokið verkinu.
Grétar Ómarsson, 17.10.2007 kl. 21:32
Ég hef verið að hugsa um þetta síðan ég heyrði þetta fyrst sem var á sama tíma og þú Svenni. Manni brá við í byrjun, en ég er komast á þá niðurstöðu að þetta sé kannski ekki svo vont mál. Mér finnst miklu meira mál að það sé vel niðnjörfað hvað á að fara margar ferðir og hvað eigi að kosta.
En mér finnst þetta allt of langur tími 15 ár og það getur mjög margt breyst á þessum tíma. Þegar sá Herjólfur sem nú siglir kom til Eyja þá stóðu Dússý og Binna á bíladekkinu. Binnu verður þá á orði"Hvenær heldur þú að við eigum eftir að ná að fylla þetta skip af bílum Dússý mín"
Magnús Bragason, 17.10.2007 kl. 21:56
Sæll Magnús,
Er það erkki akkúrat vandamálið sem við höfum verið að glýma við undanfarin ár.
Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að einkaaðili sem sjá mun um rekstur skipsins horfi fram hjá möguleika á hagnaði með að auka við ferðum ef til þess þyrfti, og færi fram á feita fúlgu fyrir þær ferðir.
Ég myndi gera það, rétt eins og Eimskip gerði í sumar, af hverju ætti það að breytast núna?.
Hvernig er hægt að sjá fyrir sér þróun í samgöngumálum milli Bakkafjöru og Vestmannaeyja á næstu 15 árum?.
Eigum við að reikna með 6 ferðum á dag næstu 15 árin? eigum við að stóla á að samningurinn milli ríkis og einkaaðila verði breytilegur?.
Þú vitnar í Binnu og Dússý og bendir á í þeirri dæmisögu hversu mikið hefur breyst á þessum tíma, hvernig er hægt að gera samning til 15 ára í ljósi sögunnar um Binnu og Dússý.
Góð saga, þó held ég að Herjólfur sé sjaldan fullur af bílum, heldur frekar bílum og gámum, verður einhver breyting á því?.
Hvar er Bæjarstjórinn núna? af hverju heyrist ekkert frá honum um málið?.
Grétar Ómarsson, 18.10.2007 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.