Hann er í bullandi fýlu. Það sést vel á heimasíðu stjórnmálaskýrandans Egils Helgasonar. Hann er í raun alveg brjálaður. Og hver er ástæðan? Jú, samgönguráðherra ætlar að halda áfram að byggja upp samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll. Festa flugvöllinn í sessi.
Þetta hefur verið aðalmál Egils síðan hann var með Silfur Egils á Skjá Einum. Og það er fyrir tveimur sjónvarpsstöðvum síðan. Hann er svo rammpólitískur í þessu máli að í raun ætti hann að vera gestur í eigin þætti að rökræða um flugvöllinn.
Egill vill flugvöllinn burt. Hann notar rök borgarbarnsins. Það fara svo fáir um flugvöllinn. (Þetta þrátt fyrir að á síðasta ári hafi orðið aukning á farþegum í innanlandsflugi) Það vantar land, við þurfum meiri menningu í miðborgina.
Spái því að Kristján Möller verði flakaður á sunnudaginn í Silfrinu...
Hann er svo pirraður að nú heldur hann því fram að ekkert hafi breyst frá því ný ríkisstjórn tók völd. Það var þáttur á Stöð 2 í gærkvöldi, Kompás þar sem var verið að fylgja fulltrúa Íslands í Írak frá landinu. Ísland tekur ekki lengur þátt.
Stefnubreyting er það ekki?
Þó vissulega megi taka undir með Agli að fátt hefur breyst sem vit er í
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.10.2007 | 15:11 (breytt kl. 15:27) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.