Goggi þó

Var að lesa Vaktina hans Júlla. Rakst á umræðuna hans Georgs Arnarssonar um Bakkafjöru. Hann auglýsir skoðanakönnun sína á bloggsíðunni allrækilega. Gott mál.

Hann er á móti Bakkafjöru. Í greininni minnist hann einnig á skoðanakönnun inn á bloggsíðu flokksfélaga síns, Hönnu Birnu um sama mál. Þar höfðu 43 tekið þátt. 

Ég hafði minnst á það við Gogga að það er líka skoðanakönnun inn á síðu Grétars félaga míns. Þar er niðurstaðan algjörlega á skjön við þau tvö. En hann sagði það fáa búna að taka þátt þar að ekkert væri að marka slíka könnun. (69 tekið þátt þar)

Til að gæta sanngirnis hefði hann vel getað minnst á þá könnun líka. Sérstaklega þar sem hann hefur nú verið að hvetja til málefnalegra umræðu um málið.

Svo er nú spurning hvort hægt sé að tala málefnalega um skoðanakönnun á netinu yfir höfuð?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

?

Helgi Þór Gunnarsson, 19.10.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Svenni, Grétar setti af stað sína könnun eftir að ég og Hanna settum okkar af stað . Þú líktir minni könnun og Grétars saman en núna hafa 69 kosið hjá Grétari en 304 hjá mér, ekki finnst mér þetta vera sambærilegar kannanir sérstaklega þar sem Grétar bíður upp á mjög heimskulega þriðja kost, en samt hafa nokkrir valið þann kost.

Fyrir utan þetta skal það tekið fram, að grein mín í Vaktinni var fyrst og fremst skrifuð til að birta niðurstöður á könnunum hjá mér og Hönnu Birnu, en vegna fjölda áskorana, þá hef ég ákveðið að leyfa minni könnun að standa út mánuðinn. Ef hinsvegar Grétar hefði haft samband við mig, um að ég og hann færum af stað með sambærilegar kannanir, þá væri kannski hægt að bera þetta sama, en svo er ekki. kv.

Georg Eiður Arnarson, 20.10.2007 kl. 19:42

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Strákar við ættum kannski allir að setja sömu könnunina inná heimasíðurnar hjá okkur öllum í einu?

Helgi Þór Gunnarsson, 20.10.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband