Ég hef nú ekki gert mikið af því að blogga um boltann. Þegar ég byrjaði hélt ég að það yrði mest skrifað hér um fótbolta en svo hefur ekki verið. Hins vegar er ekki annað hægt en að skrifa nokkur orð um dramatískan sigur minna manna í Liverpool á Everton í dag.
Eftir að hafa lent undir með glæsilegu sjálfsmarki Sami Hyypia þurfti tvær vítaspyrnur til að tryggja Liverpool sigur. Ekki spurning með báða dómanna, hárrétt hjá dómaranum.
Ég var nú ekkert of sáttur við mína menn. Hef reyndar ekki verið það í undanförnum leikjum og það var sama upp á teningnum í dag. En þó er ekki hægt að taka það af þeim að þeir unnu leikinn.
Lenti á spjalli við félaga minn í dag um leikinn. Hann vildi meina að fyrri vítaspyrnan hafi verið rangur dómur, ekki hafi verið rétt að reka Hibbert út af. Eins sagði hann dómarann hafa verið svo hlutdrægur í leiknum að næst dæmi hann líklega í 3. deildinni. Auðvitað var ég gjörsamlega ósammála honum.
En hvað getur maður sagt. Félagi minn er Man.Utd. aðdáandi ... Engin skynsemi í gangi þar...
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svei mér ef ég er ekki sammála með Man.Utd. aðdáendur... Mér virðist þeir alltaf vera að horfa á annan leik en ég horfi á! Kannski er þetta akkurat ástæðan fyrir því að þeir halda með MU, hafa bara ekkert vit á boltanum???
Sigþóra Guðmundsdóttir, 21.10.2007 kl. 14:06
FA er greinilega á sömu skoðun og ég félagi Sigursveinn, enda man ég ekki betur en að sumir hafi verið brjálaðir yfir dómi í leik Liverpool/ Chelsea, ekki talar þú um að dómarinn hafi dæmt þann leik vel.
Svona getur lífið verið skrítið.
Grétar Ómarsson, 24.10.2007 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.