Verð nú að kommenta aðeins á þetta. Clattenburg gerði tvö mistök í leiknum en dæmdi að öðru leyti mjög vel. Bæði þessi atriði féllu með mínum mönnum í Liverpool. Hann leyfði leiknum fljóta, var ekki flautandi á allt og þar af leiðandi var þetta hin besta skemmtun.
En dómarar gera mistök, eins og leikmenn. Kannski er best fyrir hann að hvíla sig eina helgi. Það voru margir "krúsíal" dómar í leiknum.
1. Víti og rautt á Hibbert. Hárrétt enda Gerrard að sleppa einn í gegn og fáránlegt að segja að það hefði átt að dæma aukaspyrnu þar sem Hibbert byrjaði að toga í hann fyrir utan teig. Hann hélt því áfram inn í teig. Síðan hvenær á sá brotlegi að hagnast á brotinu?
2. Karate tækling Kuyt - Hefði átt að fá beint rautt spjald, enda gjörsamlega fáránleg tækling hjá honum.
3. "Brotið" á Lescott (hið fyrra) Ekkert að þessu. Menn að kljást inn í vítateig og eins og Gylfi Orra orðaði það, "ef þetta er víti, þá eru 10 vítaspyrnur í hverjum leik.
4. Víti og rautt á Phil Neville - Hárrétt, en ætti að fá aukapunkt í einkunnargjöf fyrir frábæra markvörslu...
5. Brot Carragher á Lescott - Undir lok leiksins, þrátt fyrir að vera tveimur leikmönnum færri tókst Everton að skapa stórhættu við mark Liverpool eftir innkast!!! Sést greinilega þegar Carragher rífur hann niður en það sést líka mjög vel í endursýningu að Clattenburg sér ekki atvikið þar sem EVERTON maður stendur á milli hans og brotsins.
Í heildina vel dæmdur leikur hjá Clattenburg en því miður fyrir hann þá gerði hann mistök og það er það eina sem menn muna eftir.
Annars var alveg kominn tími til að ákvarðanir dómara féllu með Liverpool en ekki á móti (Chelsea...einhver??)
Clattenburg dæmir ekki um næstu helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | 22.10.2007 | 14:47 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigursveinn
Ég vil byrja á því að taka fram að ég er hvorki stuðningsmaður Liverpool, né Everton. Ég fylgdist hins vegar með leiknum, og mig langar að benda þér á mögulegar ástæður þess að Clattenburg var dæmdur í bann.
1. Þegar Hibbert er réttilega rekinn út af, þá sést skondið atvik, sem gæti hafa haft áhrif á þennan úrskurð. Clattenburg tekur fyrst upp gula spjaldið, en hættir við (að því virðist eftir kröftug mótmæli frá Gerrard) og gefur Hibbert síðan rautt.
2-3-4. Er sammála þar, ekkert hægt að setja út á dómgæsluna í þeim atriðum.
5. Brot Carragher á Lescott, undir lok leiksins, er síðan dómaraskandall á hæsta stigi, líkt og í leiknum við Chelsea um daginn, en það var ótrúleg dómgæsla... þessi dómur er sennilega ástæðan fyrir því að Clattenburg fer í bann. Augljóst víti sem hann sleppir og það sést greinilega, eins og þú bendir á, þegar Carragher rífur hann niður. Það er spurning með aðstoðardómarann, fyrst Clattenburg sá þetta ekki.
Nonni (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 15:49
Svo gleyma menn alltaf því að Liverpool skoraði löglegt mark í fyrri hálfleik, þegar Kuyt var ranglega dæmdur rangstæður
Fannar (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 16:17
Sæll Sigursveinn.
Varðandi þín komment á dómgæsluna í þessum leik þá get ég ekki verið sammála þér að það sé fáránlegt að dæma aukaspyrnu þar sem leikmaður eigi ekki að hagnast á broti andstæðings. Það er ekki hægt að færa brot inn fyrir vítateig til að réttlæta eitthvað!! Brot sem hefst fyrir utan teig er brot fyrir utan teig og þar af leiðandi aukaspyrna en ekki víti.
Varðandi atriði 2, 3, og 4 er ég sammála þér.
En skil ekki hvernig hægt er að sleppa vítaspyrnudóminum undir lokin. Clattenburg, gerði ekki nein smá mistök í þessum leik, hann hreinlega réði úrslitum leiksins og ef það er ekki nóg til að menn séu settir út, ja þá veit ég ekki hvað þarf til.
Það þýðir ekkert að gráta jafnteflið við Chelsea í þessu samhengi, þið voruð rændi stigum þar um það geta allir verið sammála.
Arnfinnur Bragason, 22.10.2007 kl. 16:27
Sæll Arnfinnur
Ég gæti verið sammála þér ef Tony Hibbert hefði sleppt Gerrard eða hann hafi dottið fyrir utan teig en svo er ekki. Brotið hefst fyrir utan teig en Hibbert er enn að brjóta af sér inn í teig þegar Gerrard fellur. Dómarinn flautaði ekki strax, þar af leiðandi vildi hann væntanlega nota hagnaðarregluna. Hibbert hélt áfram að reyna að toga í Gerrard og því hárrétt að dæma víti og reka hann af velli. Ekkert annað í stöðunni. Hins vegar er maður ekkert að gráta Chelsea úrslitin neitt sérstaklega, stundum falla dómar með liðunum og stundum á móti. Það er bara svoleiðis í þessum bolta og oft ansi skemmtilegt að velta sér upp úr því...
Nonni - Er sammála þér. Hins vegar held ég að Clattenburg hafi fengið orð í eyra eins og Gylfi Orra benti á þegar hann ætlaði að gefa Hibbert gula spjaldið. þ.e. að fjórði dómarinn eða línuvörðurinn hafi sagt honum til. Það var ekki eins og allir leikmenn Liverpool hafi umkringt dómarann og öskrað, líkt og maður sér allt of oft hjá sumum liðum. Tek undir með þér að línuvörðurinn hefði átt að sjá atvikið með Carragher og flagga á það...
í bann með hann
Sigursveinn , 22.10.2007 kl. 16:53
Fyrir það fyrsta þá byrjar Gerrard að láta sig detta við vítateigslínuna, hann er ekki kominn inn í teig þegar hann byrjar að hrynja. Og það er helvíti hart að verðlauna menn fyrir að hafa vit á því að láta sig detta á réttum tímapunkti, þá er verið að verðlauna menn fyrir vitlausa hluti.
Egill Óskarsson, 22.10.2007 kl. 17:05
Gerrard byrjar reyndar ekki að detta fyrr en Hibbert setur löppina fyrir hann og eru þeir þá báðir komnir inn í teig.
Neddi, 22.10.2007 kl. 18:28
Er ekki búinn að sjá þessi atvik ennþá, en það er spurning hvort það gæti ekki hjálpað til ef dómarar hefðu tækifæri til að útskýra hvers vegna þeir tóku þær ákvarðanir sem þeir tóku. Það myndi slá á alls kyns sögur um hvers vegna dómarnir féllu svona. T.d væri gott ef dómarinn í þessu tilviki gæti upplýst hvort einhver annar hafi lagt til upplýsingar sem urðu til þess að hann rak Hibbert af velli. Það má náttúrulega ekki stilla dómurum alveg upp við vegg, en ég held að þetta myndi auka virðingu við dómara.
Kristján Magnús Arason, 22.10.2007 kl. 18:30
Sælir. Sammála í öllum liðum. Og allt í lagi að þetta féll svona í þetta sinn þar sem við vorum hinum megin við í Chelsea leiknum. Auðvitað hafði Gerrard vit á að falla innan teigs þar sem hann vildi fá brotið flautað en hann féll við niðurtog HIbberts og það er klárt að allir myndu reyna að fá brotið inn í teiginn ef þeir gætu staðið aðeins lengur í lappirnar.
go reds
Símon (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 19:36
Reglurnar eru þannig að aukaspyrnuna á að taka þar sem brot hefst. Í tilfelli Gerrards þá byrjar brotið fyrir utan teig og var því aldrei vítaspyrna. Það skiptir engu máli um hagnað eða sanngirni. Það skiptir engu máli þó Gerrard hafi náð að komast inn í vítateiginn og dottið þar. Brotið hefst fyrir utan teig.
Mummi Guð, 22.10.2007 kl. 19:50
Reyndar er (eða var í það minnsta þegar ég tók dómaraprófið) reglan sú að grófasta brotið er það sem dæma á fyrir. Peysutogið heldur áfram inn í teig en fóturinn kemur út inni í teig! Með það hvort liturinn á spjaldinu átti í þessu tilfelli að vera gult eða rautt, þá segir skýrt í reglunum að aftasti varnarmaður sem brýtur á sér fær rautt spjald. Reyndar finnst mér það alltaf hart þegar dómnum fylgir víti þar sem í raun er ekki verið að ræna leikmann upplögðu marktækifæri heldur fær hann/liðið annað tækifæri sem felst í vítinni. En reglurnar eru svona... só bí it.
Karatetæklinginn var á jaðrinum... appelsínugult eigum við að segja... reikna með að Kuyt hafi fengið að vita það og þess vegna sást ekki eitt brot í viðbót frá framherjanum!
Brot Carraghers á Lesscott er á blindu hlið dómarans, leikmaður Everton stendur á milli og því nánast ómögulegt fyrir dómarann að dæma á brotið, því skilyrðið er víst að sjá það sem þú dæmir. Það er aftur á móti spurning hvort aðstoðardómari eigi ekki að dæma það sem hann sér... ef hann á annað borð hefur séð það!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 22.10.2007 kl. 21:26
Það er bara eitt sem skiptir máli, sigurinn var verskuldaður.
Páll Geir Bjarnason, 23.10.2007 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.