Ég veit eiginlega ekki hvar ég að byrja. Hér í Eyjum er hávær hópur sem kennir sig við Frjálslynda flokkinn sem berst hatramlega gegn Bakkafjöru. Þar fremst í flokki fara Goggi útgerðarmaður og formaður frjálslynda og Hanna Birna frambjóðandi. Meira að segja hefur fyrrverandi þingmaður þeirra, Magnús Þór sem flúði kjördæmið verið með hróp og köll um íbúalýðræði.
Hvernig er íbúalýðræði á Íslandi?
Jú, það felst í kosningum. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum buðu þrír flokkar fram. Sjálfstæðisflokkurinn og Vestmannaeyjalistinn voru sammála varðandi framtíðarsamgöngur Vestmannaeyja. Númer eitt voru jarðgöng, tvö Bakkafjara og þrjú nýr Herjólfur. Á öndverðum meiði komu Frjálslyndir sem lögðu alla sína áherslu á nýtt skip sem sigldi til Þorlákshafnar.
Og hvernig fóru kosningarnar?
Frjálslyndum var hafnað. Þeirra stefnumál áttu ekki upp á pallborðið hjá Eyjamönnum. Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur og hafa óskorðað vald okkar Eyjamanna til að taka ákvarðanir í okkar nafni. Vestmannaeyingar vilja ekki nýjan Herjólf. Þetta var eitt af stóru kosningamálunum. Goggi og co það er búið að kjósa um þetta og niðurstaðan er skýr.
Svo er líka athyglisvert að heyra fulltrúa Frjálslyndra hrópa um íbúalýðræði. Aðeins einu sinni hefur verið kosið um eitthvað mál á sveitastjórnarstiginu. Það var um Reykjavíkurflugvöll. Það er beinlínis á stefnuskrá Frjáslyndra að hunsa þær kosningar.
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Undarlegur pistill atarna. Hvernig rökstyður þú það að ég hafi "flúið" Suðurkjördæmi? Hvað eiga svona dylgjur að þýða?
Veit ekki betur en að ég hafi unnið af fullum heilindum allt síðasta kjörtímabil fyrir Suðurkjördæmi og ekki síst Vestmannaeyjinga og tel mig ekki hafa "flúið" frá neinu. Dró hvergi af mér en ákvað að færa mig um kördæmi til að reyna að vinna nýtt land fyrir flokkinn minn. Sá sem kom í minn stað í kjördæminu flaug inn á þing þannig að eitthvað hefur maður kannski gert rétt á liðnu kjörtímabili.
Kallar þú það hróp og köll þó ég tali um íbúalýðræði í athugasemdum hér á þessu bloggtré þínu? Þú ofmetur greinilega stöðu þína á samfélagi Vestmannaeyja all svakalega. Bloggið þitt er eini staðurinn þar sem ég hef viðrað þá skoðun en nú sé ég að eflaust er ástæða til að gera það víðar og á breiðari grundvelli.
Og undarleg er sú fullyrðing að Sjálfstæðisflokkurinn hafi óskorað vald til að taka ákvarðanir í nafni íbúa Vestmannaeyja. Hún ber vott um lítinn skilning og virðingu fyrir lýðræðinu auk þess sem það er ekkert einkamál né á færi ákvörðunarvalds útvaldra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum hvernig skattfé þjóðarinnar verður varið í samgöngubætur.
Ég segi fyrir mína parta að ég hef engann áhuga á nýju Grímseyjaferjuævintýri sem endar á söndunum við Bakka. .
Íbúakosning um þetta mál yrði gott tilefni til umræðna frá ölum hliðum, þar sem rödd íbúa í Vestmannaeyjum fengi að heyrast og það yrði þá notað til grundvallar og viðmiða í ákvarðanatöku sem er á forræði Alþingis.
Og að er sem betur fer ekki skipað meirihlutanum í bæjarstjórn Vestmannaeyja.
Magnús Þór Hafsteinsson, 23.10.2007 kl. 14:33
Þú verður að anda með nefinu Magnús...
Ég hef aldrei sagt að þú hafir unnið illa á þínum þingmannsferli hér í Suðurkjördæmi. En þú fórst yfir í annað kjördæmi. Til þess að vinna nýtt land fyrir flokkinn. Hefði ekki verið nær að þú hefðir haldið áfram þínu starfi fyrir sunnlendinga? Skipti það engu máli þegar tækifæri gafst að koma sér í höfuðborgina?
Ég er ekkert að ofmeta neitt. Ég skrifa þessa grein mína hér á bloggið mitt út frá þeim umræðum sem hér hafa farið fram. Hvernig í ósköpunum færðu það út að ég sé að ofmeta stöðu mína? Þessi bloggsíða hef ég til að viðra mínar skoðanir Magnús minn, ég er ekki að skrifa opið bréf í Moggann!!!
Hvort sem þér líkar betur eða verr, þá virkar okkar lýðræðiskerfi þannig að meirihlutinn ræður hverju sinni. Í dag er Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta. Það þýðir að meirihluti Eyjamanna kaus hann til að taka ákvarðanir sem snúa að velferð bæjarfélagsins. Flóknara er þetta nú ekki Magnús.
...það er ekkert einkamál né á færi ákvörðunarvalds útvaldra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum hvernig skattfé þjóðarinnar verður varið í samgöngubætur.
Þetta er athyglisverð setning og spurning hvort þú viljir skýra það betur út fyrir mér. Viltu fá þjóðaratkvæðagreiðslu um Bakkafjöru? Það er ljóst að umræðan mun ná inn á þing en ríkisstjórnin hefur ákveðið þetta. Ég get alveg tekið undir með þér að þetta eru ekki vinnubrögð sem eru til fyrirmyndar. Auðvitað ætti umræðan fyrst að fara í gegnum þingið og svo til ríkisstjórnarinnar.
Ég er ósammála þér með íbúakosningu. Ég tel hana hafa farið fram í síðustu bæjarstjórnakosningum. Þar var félögum þínum í Frjálslynda hafnað. Þau lögðu megináherslu á nýjan Herjólf. Eyjamenn vildu það ekki þá og ég efast um að sú afstaða hafi breyst.
Þú ert ofan af skaga. Ég var að skoða Spalarsíðuna áðan, heimsendarspá. Voru skiptar skoðanir hjá Skagamönnum áður en farið var í framkvæmdirnar? Eða voru allir sammála?
Sigursveinn , 23.10.2007 kl. 16:09
Menn vitna alltaf í Grímseyjarfloppið Magnús, en hvernig væri að vitna í hafnargerðina í þorlákshöfn, var hún flopp? Höfnin í Grindavík, var hún flopp?. Höfnin á Hornarfirði, var hún flopp? Hvalfjarðargöngin, voru þau flopp??
Og mikið rosalega er ég sammála þér Svenni, það á ekki að kjósa um þetta því það er búið að kjósa um þetta og Sjálfstæðisflokkurinn var kosinn til þess að fylgja SÍNUM málum úr hlað og það er akkurat það sem hann er að gera í þessu máli enda hefur hann umboð meirihluta Eyjamanna á bakvið sig. Eyjamenn vilja byltingu í samgöngumálum og sú bylting felst ekki í því að fara með dallinum úr 2 klst og 45 mín niður í rúmar 2 klst (í bestu veðrum).
Annars skulum við svo láta þá sem hafa reynsluna og menntunina í hafnarmannvirkjum segja okkur hvort og hvernig Bakkafjöruhöfnin muni rísa, með fullri virðingu fyrir Georg, Gísla Jóns og "Frjálslynda" flokknum þá hafið þið nákvæmlega ENGA reynslu í hafnarmannvirkjagerð!
Steini (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 09:52
Góður Steini, 100% sammála þér og Svenna.
Grétar Ómarsson, 24.10.2007 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.