Ég fór til Reykjavíkur í gær, tók Herjólf í gærmorgun og aftur til baka í gærkvöldi. Það var skítaveður, haugasjór og fáir um borð.
Við bræðurnir sátum uppi um morguninn og áttum ágætis spjall við skipstjórann um borð. Hann tjáði okkur að búið væri að vera haugasjór í nokkra daga og borið hafi á hræðslu farþega sem og sjóveiki. Það er búið að vera hundleiðinlegt veður, ríkjandi suðvestan átt og mikill sjór. Ferðin upp í Þorlákshöfn var þó skárri en heimferðin í gærkvöldi. oj bara ...
Skipstjórinn blés á hugmyndir um stærra skip til Þorlákshafnar. Höfnin réði ekkert við það og það þyrfti að ráðast í gagngerar endurbætur þar ef sú yrði raunin. Er það Eyjamönnum til framdráttar? Hann talaði líka um að erfitt væri stundum að komast inn í höfnina á núverandi skipi.
Auðvitað er hægt að breyta Þorlákshöfn þannig að hún taki stærra skip. En það yrði bylting fyrir Þorlákshöfn, en hvað með Vestmannaeyjar?
Tók að gamni saman síðasta sólahring á Bakkafjörudufli.
Öldudufl - mælingar Miðað við þessa töflu sem Georg Arnarsson er oft að vitna í hefði verið fært meirihlutann af tímanum. Þá er miðað við 3,6 metra ölduhæð. Þrátt fyrir skítaveður í Eyjum síðustu daga. Það er auðvelt fyrir þá sem styðja Bakkafjöru að finna klukkutíma hér og klukkutíma þar sem er fært. Eins er auðvelt fyrir þá sem eru á móti framkvæmdunum að finna klukkutíma hér og klukkutíma þar. Sérstaklega þegar veðrið hefur verið svona leiðinlegt eins og undanfarna daga. En er ekki málefnalegra að taka mælingarnar í heild sinni (birtist sólahringur í senn) og tala saman út frá því. Veit það ekki...kannski er þetta bara skítkast hjá mér?
|
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Hanna Birna. Fyrir það fyrsta er mælingin einungis síðasta sólahring. Ekki fjórir sólahringar og það er klukkutími og klukkutími sem er EKKI fært. Hina klukkutímanna er fært. Það sem ég er að segja er að það þarf að horfa á lengri tíma, ekki pikka einn klukkutíma á sólahring út og segja "í dag var ófært í Bakkafjöru.." Finnst þér það málefnalegt?
Sigursveinn , 25.10.2007 kl. 13:39
Já mér finnst einstaklega slappt hvernig hann Georg setur þetta upp það er alltaf blogfærsla hjá honum ef að ölduhæð fer yfir 3.6 og sagt ófært í bakkafjöru en það er aldrei minnst á það að það var kannski fært klukkutíma fyrr og jafnvel klukkutíma eftir líka en alltaf kemur frá honum að það sé bara ófært.
hjölli (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 19:27
Sæll
Hjá sigling.is er að finna ágætis síðu sem útskýrir hvað í raun 2,9 m kennialda getur verið há
http://vs.sigling.is/pages/5
Miðað við þessar tölur eru menn að tala um allt að 4,7 metra öldu Vona bara að þetta sé ekki rétt reiknað hjá mér, því samkvæmt þessu hefði nýja skipið verið rammlega bundið við bryggju mestan part vikunnar.
Guðjón Engilbertsson (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 01:30
Komiði sæl
Ætla aðeins að blanda mér í þetta. Ég fór og skoðaði skýrsluna hjá Siglingastofnun vegna þess sem Guðjón segir hér fyrir ofan og einnig vegna þess að Hanna Birna og Georg hafa verið svo dugleg að benda okkur á hvenær er ófært í Bakkafjöru.
Í fyrsta lagi þá var einungis notað ákveðið viðmið til að kanna frátafir. Það þýðir ekki endilega að það sé ófært þó að kennialdan fari yfir þau mörk. Þetta eru einungis viðmið.
Varðandi það sem Guðjón fjallar um þá er notast í viðmiðunum við kenniöldu þannig að það er í raun óþarfi að vera að reikna eitthvað út hvað hún þýðir það er einfaldlega notast við kenniöldu líkt og í "Veður og Sjólag".
Aðal málið og þið kannski kannið þetta betur til að vera viss, þá get ég ekki betur séð en að það sé miðað við 3,7m kenniöldu miðað við meðalsjávarhæð.
Það er hægt að lesa meira um þetta í kafla 4
http://vgwww.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Skyrsla_styrihops/$file/Bakkafjara-Sk%c3%bdrsla%20st%c3%bdrih%c3%b3ps.pdf
kv
Egill Arnar
Egill Arnar Arngrímsson, 26.10.2007 kl. 10:03
Sæl aftur
Linkurinn virðist ekki virka
Prufið þennann:
http://vgwww.vegagerdin.is/Bakkafjoruhofn.nsf/All/f2f53b5bb73906ca002572a3003f5834?OpenDocument
Egill Arnar Arngrímsson, 26.10.2007 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.